Baldur Fritz Bjarnason hefur farið á kostum með ÍR á leiktíðinni í úrvalsdeildinni í handbolta, þrátt fyrir að liðið sé í ellefta og næstneðsta sæti með átta stig eftir 16 leiki.
Hinn 18 ára gamli Baldur hefur skorað 13 mörk eða meira í þremur síðustu leikjum og fer mjög reglulega upp í tveggja stafa tölu í markaskorun.
Í síðustu níu leikjum hefur Baldur skorað 9, 11, 11, 2, 13, 8, 13, 14 og 13 mörk. Hann hefur skorað 9,6 mörk að meðaltali í leik í 16 leikjum í deildinni í vetur.
Reynir Þór Stefánsson hjá Fram og Jón Ómar Gíslason úr Gróttu eru næstir með 7,5 og 7,1 mörk að meðaltali.