Markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni

Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði fimm mörk fyrir Porto í kvöld.
Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði fimm mörk fyrir Porto í kvöld. mbl.is/Óttar

Þorsteinn Leó Gunnarsson átti góðan leik fyrir Porto þegar liðið vann öruggan sigur á serbneska liðinu Vojvodina, 29:20, í riðli 3 í Evrópudeildinni í handknattleik karla í Porto í Portúgal í kvöld.

Þorsteinn Leó skoraði fimm mörk fyrir Porto og var jafnmarkahæsti leikmaður liðsins.

Í sama riðli gerði Íslendingalið Melsungen jafntefli við landa sína í Kiel, 26:26.

Elvar Örn Jónsson skoraði tvö mörk fyrir Melsungen en Arnar Freyr Arnarsson lék ekki með liðinu vegna meiðsla.

Melsungen er á toppnum með fimm stig líkt og Kiel sæti neðar en Porto er í þriðja sæti með tvö stig.

Loks skorað Stiven Tobar Valencia eitt mark fyrir Benfica í 28:27-tapi fyrir Bidasoa í riðli 2.

Bidasoa er á toppnum með sex stig en Benfica er í þriðja sæti með tvö stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert