Ólíkt hlutskipti Íslendinganna

Dagur Gautason fer vel af stað með Montpellier.
Dagur Gautason fer vel af stað með Montpellier. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Íslendingalið Gummersbach mátti þola tap fyrir löndum sínum í Flensburg, 31:36, í riðli 4 í Evrópudeild karla í handknattleik í kvöld. Dagur Gautason og félagar í Montpellier unnu hins vegar Kriens, 31:27, í riðli 1.

Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach, sem er í öðru sæti riðils 4 með 2 stig.

Teitur Örn Einarsson lék ekki með Gummersbach vegna meiðsla. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar liðið.

Dagur skoraði þrjú mörk fyrir Montpellier, sem er með fullt hús stiga, 6, í riðli 1 eftir þrjá leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert