Svakalegar lokamínútur á Selfossi

Selfyssingurinn Harpa Valey Gylfadóttir brýst í gegnum vörn Gróttu.
Selfyssingurinn Harpa Valey Gylfadóttir brýst í gegnum vörn Gróttu. Eggert Jóhannesson

Sel­foss og Grótta gerðu jafn­tefli, 23:23, í 17. um­ferð úr­vals­deild­ar kvenna í hand­knatt­leik á Sel­fossi í kvöld.

Sel­foss er í fjórða sæti deild­ar­inn­ar með 14 stig, jafn­mörg og ÍR sem er í fimmta sæt­inu en þrett­án stig­um á eft­ir Hauk­um  sem eru í þriðja sæti.

Grótta sit­ur áfram á botn­in­um en nú með sex stig, stigi á eft­ir ÍBV.

Þær vín­rauðu náðu fljót­lega frum­kvæðinu og höfðu þriggja marka for­skot um miðjan fyrri hálfleik­inn. Í stöðunni 8:5 kom gott áhlaup frá Gróttu­kon­um sem jöfnuðu 9:9. Staðan var 11:10 í leik­hléi. Sel­fyss­ing­ar voru í brasi í sókn­inni á köfl­um, Grótta var búin að vinna heima­vinn­una og las sókn­ar­hreyf­ing­ar Sel­fyss­inga vel. Línu­spilið gekk reynd­ar ágæt­lega hjá heima­kon­um og El­ín­borg var sterk inni á lín­unni í fyrri hálfleikn­um.

Fyrstu tíu mín­út­urn­ar í seinni hálfleikn­um voru skelfi­leg­ar hjá Gróttu­kon­um. Sel­foss skoraði fimm mörk í röð og til þess að bíta höfuðið af skömm­inni fékk Karlotta Óskars­dótt­ir að líta rauða spjaldið eft­ir þrjár brott­vís­an­ir.

Þarna voru Sel­fyss­ing­ar komn­ir með fimm marka for­skot, 17:12, og brekk­an orðin brött hjá Seltirn­ing­um. Grótta tók leik­hlé og lagði þar lín­urn­ar að hressi­legri end­ur­komu. Þær spiluðu frá­bæra vörn í kjöl­farið og náðu að jafna 20:20 þegar rúm­ar átta mín­út­ur voru eft­ir af leikn­um.

Lokakafl­inn var svaka­leg­ur og jafnt á öll­um töl­um. Katla María Magnús­dótt­ir jafnaði fyr­ir Sel­foss, 23:23, þegar rúm mín­úta var eft­ir og það reynd­ist síðasta mark leiks­ins. Grótta skaut í stöng í næstu sókn og Sel­foss hafði hálfa mín­útu til að klára leik­inn. Þær misstu bolt­ann og Grótta brunaði í hraðaupp­hlaup en Rut Bernód­us­dótt­ir skaut fram­hjá þegar fjór­ar sek­únd­ur lifðu leiks.

Sara Dröfn Rich­ards­dótt­ir var marka­hæst Sel­fyss­inga með 6 mörk, þar af fjög­ur í seinni hálfleikn­um. Ágústa Tanja Jó­hanns­dótt­ir varði 10 skot og átti nokkr­ar risa­vörsl­ur.

Hjá Gróttu var Katrín Anna Ásmunds­dótt­ir marka­hæst með 6 mörk en hún var frá­bær í seinni hálfleikn­um og steig upp þegar mest á reyndi. Andrea Gunn­laugs­dótt­ir varði 10 skot í marki Gróttu.

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Aðrir virk­ir leik­ir

Grikk­land 25:34 Ísland opna
60. mín. Stefanos Michailidis (Grikk­land) skoraði mark
Fram 26:23 Hauk­ar opna
60. mín. Leik lokið Fram­kon­ur vinna þriggja marka sig­ur.

Leik­lýs­ing

Sel­foss 23:23 Grótta opna loka
Sara Dröfn Ríkharðsdóttir - 6
Perla Ruth Albertsdóttir - 4 / 1
Katla María Magnúsdóttir - 3
Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir - 3
Hulda Dís Þrastardóttir - 3
Hulda Hrönn Bragadóttir - 2
Harpa Valey Gylfadóttir - 1
Eva Lind Tyrfingsdóttir - 1
Mörk 6 - Katrín Anna Ásmundsdóttir
3 - Þóra María Sigurjónsdóttir
3 / 1 - Ída Margrét Stefánsdóttir
3 - Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir
2 - Rut Bernódusdóttir
2 - Katrín Helga Sigurbergsdóttir
2 - Edda Steingrímsdóttir
1 - Arndís Áslaug Grímsdóttir
1 - Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir
Ágústa Tanja Jóhannsdóttir - 10
Varin skot 10 - Andrea Gunnlaugsdóttir
1 / 1 - Anna Karolína Ingadóttir

6 Mín

Brottvísanir

18 Mín

Rautt Spjald Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir
mín.
60 Leik lokið
Ótrúlegar lokamínútur! Grátlegt fyrir Gróttu að ná ekki að fullkomna endurkomuna með sigri!
60 Rut Bernódusdóttir (Grótta) skýtur framhjá
Fær tækifæri til að klára leikinn úr galopnu færi eftir hraðaupphlaup en skýtur framhjá!!!
60 Selfoss tapar boltanum
NÍU SEKÚNDUR EFTIR OG GRÓTTA FER Í HRAÐAUPPHLAUP!!!
60 Ída Margrét Stefánsdóttir (Grótta) á skot í stöng
60 Grótta tekur leikhlé
Þakið er farið af húsinu!!! Það eru 48 sekúndur eftir og Grótta með boltann.
59 23 : 23 - Katla María Magnúsdóttir (Selfoss) skoraði mark
68 sekúndur eftir.
59 22 : 23 - Ída Margrét Stefánsdóttir (Grótta) skoraði mark
Negla!
58 22 : 22 - Sara Dröfn Ríkharðsdóttir (Selfoss) skoraði mark
57 Selfoss tekur leikhlé
Eyþór lumar væntanlega á einhverjum ásum upp í erminni fyrir lokasóknirnar. Gróttukonur hafa gert virkilega vel í vörninni síðustu mínútur.
57 21 : 22 - Þóra María Sigurjónsdóttir (Grótta) skoraði mark
Þvílík spenna hérna!
57 Selfoss tapar boltanum
56 21 : 21 - Þóra María Sigurjónsdóttir (Grótta) skoraði mark
55 Ágústa Tanja Jóhannsdóttir (Selfoss) varði skot
Tanja með enn eina risavörsluna! Grótta heldur boltanum.
55 Hulda Dís Þrastardóttir (Selfoss) fékk 2 mínútur
Sá ekki hvað þetta var. Eitthvað lítið.
54 Selfoss tapar boltanum
Kasta útaf! Manni fleiri!
54 Grótta tapar boltanum
Ruðningur á Katrínu Önnu.
53 21 : 20 - Harpa Valey Gylfadóttir (Selfoss) skoraði mark
Fyrsta mark Hörpu í kvöld. Engin í marki hjá Gróttu.
53 Grótta tapar boltanum
53 Perla Ruth Albertsdóttir (Selfoss) á skot í stöng
Anna Karólína í markinu og Perla skýtur í stöngina og framhjá. Afleit vítanýting Selfyssinga í kvöld.
53 Ída Margrét Stefánsdóttir (Grótta) fékk 2 mínútur
53 Harpa Valey Gylfadóttir (Selfoss) fiskar víti
52 20 : 20 - Þóra María Sigurjónsdóttir (Grótta) skoraði mark
Valsar í gegnum Selfossvörnina og nú er Grótta búin að vinna upp fimm marka forskot Selfoss!
52 Selfoss tapar boltanum
51 20 : 19 - Katrín Anna Ásmundsdóttir (Grótta) skoraði mark
Komin með fimm mörk í seinni hálfleiknum.
51 Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir (Selfoss) fékk 2 mínútur
Gróttukona kastar í fótinn á henni. Frekar strangur dómur að mínu mati.
50 20 : 18 - Perla Ruth Albertsdóttir (Selfoss) skoraði mark
50 Selfoss tekur leikhlé
Selfoss við það að missa niður fimm marka forskot og Eyþór ætlar að stoppa í götin á vörninni.
50 19 : 18 - Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir (Grótta) skoraði mark
Gróttukonur eru mættar aftur!
49 Selfoss tapar boltanum
Leikleysa!
49 Andrea Gunnlaugsdóttir (Grótta) varði skot
Risa varsla þarna! Boltinn útaf og Selfoss heldur honum.
48 Katrín Helga Sigurbergsdóttir (Grótta) fékk 2 mínútur
48 19 : 17 - Katrín Anna Ásmundsdóttir (Grótta) skoraði mark
Katrín Anna fer á kostum hérna!
47 Selfoss tapar boltanum
47 Edda Steingrímsdóttir (Grótta) skýtur framhjá
Stórt! Var í galopnu færi og hefði getað minnkað muninn í tvö mörk!
47 Hulda Hrönn Bragadóttir (Selfoss) á skot í slá
46 Andrea Gunnlaugsdóttir (Grótta) varði skot
Elínborg nær frákastinu af miklu harðfylgi.
45 Grótta tapar boltanum
Misheppnuð línusending.
45 Katla María Magnúsdóttir (Selfoss) á skot í stöng
44 Andrea Gunnlaugsdóttir (Grótta) varði skot
Frákastið á Selfoss.
44 19 : 16 - Katrín Anna Ásmundsdóttir (Grótta) skoraði mark
Glæsilegt mark, stöngin inn af níu metrunum!
43 19 : 15 - Eva Lind Tyrfingsdóttir (Selfoss) skoraði mark
Laglegt mark úr hægra horninu.
43 Katrín Helga Sigurbergsdóttir (Grótta) fékk 2 mínútur
Gengur þarna full vasklega fram í peysutoginu.
42 18 : 15 - Rut Bernódusdóttir (Grótta) skoraði mark
Ída með hárnákvæma og firnafasta stoðsendingu inn á línuna.
42 Selfoss tapar boltanum
41 18 : 14 - Katrín Anna Ásmundsdóttir (Grótta) skoraði mark
41 Selfoss tapar boltanum
Misheppnuð línusending.
40 Ágústa Tanja Jóhannsdóttir (Selfoss) varði skot
Frá Katrínu Önnu í hægra horninu.
39 Katla María Magnúsdóttir (Selfoss) fékk 2 mínútur
39 Grótta tekur leikhlé
Trúin á verkefnið fer dvínandi hjá Gróttu. Júlíus talar um fyrir þeim.
38 18 : 13 - Hulda Dís Þrastardóttir (Selfoss) skoraði mark
Þriðja langskotið hennar. Meðalskotlengdin komin upp í 28 metra.
39 Grótta tapar boltanum
38 Selfoss tapar boltanum
Lína á Söru. Hleypur á varnarmann Gróttu í horninu. Selfyssingar ærast í stúkunni.
38 17 : 13 - Katrín Helga Sigurbergsdóttir (Grótta) skoraði mark
37 Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir (Grótta) rautt spjald
Jújú, þrjár brottvísanir skila þér þessari uppskeru.
37 Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir (Grótta) fékk 2 mínútur
Ýtir í bakið á Söru í skotinu. Ekki mjög klókt þegar þú ert komin með tvær brottvísanir nú þegar.
37 17 : 12 - Sara Dröfn Ríkharðsdóttir (Selfoss) skoraði mark
Úr hraðaupphlaupi.
37 Ágústa Tanja Jóhannsdóttir (Selfoss) varði skot
Grótta heldur boltanum.
36 16 : 12 - Hulda Dís Þrastardóttir (Selfoss) skoraði mark
Enginn í marki. Hulda búin að skora tvö mörk í kvöld að meðaltali af 25 metra færi.
36 Grótta tapar boltanum
35 Katrín S Scheving Thorsteinsson (Grótta) fékk 2 mínútur
Fyrir brot úti á miðjum velli í hraðaupphlaupi Selfoss.
35 15 : 12 - Sara Dröfn Ríkharðsdóttir (Selfoss) skoraði mark
Úr hraðaupphlaupi.
35 Grótta tapar boltanum
Skot í Selfossvörnina.
34 14 : 12 - Perla Ruth Albertsdóttir (Selfoss) skoraði mark
Úr hraðaupphlaupi.
34 Grótta tapar boltanum
Misheppnuð línusending.
33 13 : 12 - Sara Dröfn Ríkharðsdóttir (Selfoss) skoraði mark
Frábær línusending hjá Hörpu.
33 12 : 12 - Edda Steingrímsdóttir (Grótta) skoraði mark
33 Hulda Hrönn Bragadóttir (Selfoss) skýtur framhjá
32 12 : 11 - Katrín Anna Ásmundsdóttir (Grótta) skoraði mark
32 12 : 10 - Hulda Hrönn Bragadóttir (Selfoss) skoraði mark
32 Andrea Gunnlaugsdóttir (Grótta) varði skot
Frá Huldu Dís. Frákastið á Huldu Hrönn.
31 Grótta tapar boltanum
31 Seinni hálfleikur hafinn
Jú, velkomin aftur til leiks. Grótta byrjar í sókn og það tekur þær aðeins 22 sekúndur að missa boltann.
30 Hálfleikur
Allt í járnum á Selfossi. Mikil barátta um allan völl og lítið skorað.
30 Ágústa Tanja Jóhannsdóttir (Selfoss) varði skot
Grótta fékk aukakast úti á miðjum velli þegar leiktíminn var liðinn og Ída náði furðugóðu skoti yfir varnarvegginn.
30 11 : 10 - Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir (Selfoss) skoraði mark
Fín sókn af línunni. Tíu sekúndur eftir.
30 10 : 10 - Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir (Grótta) skoraði mark
Of auðvelt. Selfyssingar staðir í vörninni.
29 10 : 9 - Sara Dröfn Ríkharðsdóttir (Selfoss) skoraði mark
Glæsilegt mark af línunni. Harpa með stoðsendinguna.
29 Ágústa Tanja Jóhannsdóttir (Selfoss) varði skot
29 Grótta tekur leikhlé
Góð endurkoma hjá Gróttu en Selfoss var með þriggja marka forskot hér rétt áðan.
29 Andrea Gunnlaugsdóttir (Grótta) varði skot
Slakt skot frá Kötlu.
28 9 : 9 - Arndís Áslaug Grímsdóttir (Grótta) skoraði mark
Grótta jafnar!
28 Selfoss tapar boltanum
Ég viðurkenni að ég veit ekki alveg hvað var í gangi þarna... en Gróttukonur eru komnar í hraðaupphlaup!
27 Ágústa Tanja Jóhannsdóttir (Selfoss) varði skot
Þvílík varsla! Katrín Anna í hraðaupphlaupi!
27 Selfoss tapar boltanum
27 9 : 8 - Edda Steingrímsdóttir (Grótta) skoraði mark
Gróttukonur komnar upp að vegg en Ída heggur á hnútinn með frábærri sendingu inn á Eddu.
26 9 : 7 - Hulda Dís Þrastardóttir (Selfoss) skoraði mark
Enginn í marki!
25 Ída Margrét Stefánsdóttir (Grótta) skýtur framhjá
25 Anna Karolína Ingadóttir (Grótta) ver víti
Ver auðveldlega frá Perlu!
25 Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir (Grótta) fékk 2 mínútur
Önnur brottvísun Karlottu.
25 Harpa Valey Gylfadóttir (Selfoss) fiskar víti
24 8 : 7 - Ída Margrét Stefánsdóttir (Grótta) skoraði mark
Tanja ver hann í slána og inn. Þetta lyktaði af skrefum hjá Ídu, en hver er svosem að telja?
23 Katla María Magnúsdóttir (Selfoss) skýtur framhjá
22 Selfoss tekur leikhlé
Selfoss hefur haft frumkvæðið framan af en mistökin eru allt of mörg á báða bóga. Grótta með níu tapaða bolta og Selfoss sex.
22 Grótta tapar boltanum
Misheppnað hraðaupphlaup.
22 Andrea Gunnlaugsdóttir (Grótta) varði skot
Slakt skot frá Kötlu.
21 8 : 6 - Katrín Anna Ásmundsdóttir (Grótta) skoraði mark
Úr hraðaupphlaupi.
21 Andrea Gunnlaugsdóttir (Grótta) varði skot
21 Grótta tapar boltanum
Karlotta með skot í Selfossvörnina.
20 8 : 5 - Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir (Selfoss) skoraði mark
Selfyssingar fljótir að refsa.
20 Ágústa Tanja Jóhannsdóttir (Selfoss) varði skot
Frá Eddu í vinstra horninu.
19 Selfoss tapar boltanum
Sóknarbrot!
19 Rut Bernódusdóttir (Grótta) fékk 2 mínútur
Togar Perlu niður í baráttu um boltann.
18 Grótta tapar boltanum
Perla með stolinn bolta.
18 Andrea Gunnlaugsdóttir (Grótta) varði skot
Slakt skot frá Perlu í vonlausri stöðu.
18 Grótta tapar boltanum
Löng sending fram en Sara er fljót til baka og nær að trufla Gróttukonur. Vel gert hjá Söru.
17 Andrea Gunnlaugsdóttir (Grótta) varði skot
Frá Hörpu.
17 7 : 5 - Rut Bernódusdóttir (Grótta) skoraði mark
Úr hraðaupphlaupi.
17 Selfoss tapar boltanum
Harpa missir boltann.
16 Grótta tapar boltanum
Katrín Helga með skot í Selfossvörnina.
15 7 : 4 - Perla Ruth Albertsdóttir (Selfoss) skoraði mark
Úr hraðaupphlaupi.
15 Grótta tapar boltanum
Leikleysa!
14 6 : 4 - Sara Dröfn Ríkharðsdóttir (Selfoss) skoraði mark
14 Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir (Grótta) fékk 2 mínútur
Rífur aftan í Hörpu.
13 5 : 4 - Ída Margrét Stefánsdóttir (Grótta) skorar úr víti
13 Rut Bernódusdóttir (Grótta) fiskar víti
12 5 : 3 - Katla María Magnúsdóttir (Selfoss) skoraði mark
Glæsilegt mark hjá Kötlu!
12 Grótta tapar boltanum
Misheppnuð sending út í hægra hornið.
11 Selfoss tapar boltanum
11 4 : 3 - Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir (Grótta) skoraði mark
Stöngin inn! Lúmskt skot.
10 4 : 2 - Hulda Hrönn Bragadóttir (Selfoss) skoraði mark
10 Ágústa Tanja Jóhannsdóttir (Selfoss) varði skot
Slakt skot frá Ídu. Lesið.
10 Edda Steingrímsdóttir (Grótta) á skot í stöng
Grótta heldur boltanum.
9 Ágústa Tanja Jóhannsdóttir (Selfoss) varði skot
Hraðaupphlaup hjá gestunum og frábær varsla þarna! Frákastið á Gróttu.
9 Selfoss tapar boltanum
Katla missir boltann.
9 Grótta tapar boltanum
8 3 : 2 - Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir (Selfoss) skoraði mark
Skorar af harðfylgi á línunni með Rut á bakinu.
7 Grótta tapar boltanum
Löng sending fram sem Edda rétt svo nær en missir boltann útaf.
7 Selfoss tapar boltanum
Hulda með misheppnaða línusendingu.
6 Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir (Grótta) skýtur framhjá
6 Andrea Gunnlaugsdóttir (Grótta) varði skot
5 Ída Margrét Stefánsdóttir (Grótta) skýtur framhjá
4 Ágústa Tanja Jóhannsdóttir (Selfoss) varði skot
Frá Karlottu. Edda nær frákastinu. Grótta áfram með boltann.
4 Perla Ruth Albertsdóttir (Selfoss) brennir af víti
Anna Karólína í markinu en Perla skýtur framhjá!
3 Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir (Selfoss) fiskar víti
3 Ída Margrét Stefánsdóttir (Grótta) á skot í slá
3 2 : 2 - Perla Ruth Albertsdóttir (Selfoss) skorar úr víti
2 Rut Bernódusdóttir (Grótta) gult spjald
2 Harpa Valey Gylfadóttir (Selfoss) fiskar víti
2 1 : 2 - Katrín Helga Sigurbergsdóttir (Grótta) skoraði mark
1 Selfoss tapar boltanum
Edda með stolinn bolta.
1 1 : 1 - Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir (Grótta) skoraði mark
Labbar í gegnum Selfossvörnina.
1 1 : 0 - Katla María Magnúsdóttir (Selfoss) skoraði mark
Lúmskt skot af gólfinu.
1 Textalýsing
Þetta er byrjað! Selfoss byrjar í sókn!
0 Textalýsing
Sex mínútur í leik! Get ekki sagt að stúkan sé að fyllast, það er eiginlega mikið langt frá því.
0 Textalýsing
Staða liðanna er nokkuð ójöfn, Selfoss er í 4. sæti deildarinnar með 13 stig en Grótta í botnsætinu með 5 stig.
0 Textalýsing
Þetta er þriðji innbyrðis leikur liðanna í deildinni í vetur. Grótta sigraði 22:25 hér á Selfossi í 2. umferð og Selfoss sigraði svo 18:20 úti á Nesi í nóvember.
0 Textalýsing
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Selfoss og Gróttu í Ísandsmóti kvenna í handbólta.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Bóas Börkur Bóasson og Hörður Aðalsteinsson

Gangur leiksins: 2:2, 4:2, 7:4, 8:5, 8:7, 11:10, 15:12, 18:13, 19:16, 20:18, 21:20, 23:23.

Lýsandi: Guðmundur Karl Sigurdórsson

Völlur: Set-höllin, Selfossi
Áhorfendafjöldi: 177

Selfoss: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir (M), Katla Björg Ómarsdóttir (M). Adela Eyrún Jóhannsdóttir, Rakel Guðjónsdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir, Hulda Dís Þrastardóttir, Lilja Ósk Eiríksdóttir, Eva Lind Tyrfingsdóttir, Inga Sól Björnsdóttir, Katla María Magnúsdóttir, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir, Sylvía Bjarnadóttir, Hulda Hrönn Bragadóttir, Inga Dís Axelsdóttir, Perla Ruth Albertsdóttir.

Grótta: Anna Karolína Ingadóttir (M), Andrea Gunnlaugsdóttir (M). Guðrún Þoláksdóttir, Katrín Helga Sigurbergsdóttir, Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir, Katrín Anna Ásmundsdóttir, Arndís Áslaug Grímsdóttir, Katrín S Scheving Thorsteinsson, Elísabet Ása Einarsdóttir, Lilja Hrund Stefánsdóttir, Þóra María Sigurjónsdóttir, Katrín Anna Andradóttir, Rut Bernódusdóttir, Ída Margrét Stefánsdóttir, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir, Edda Steingrímsdóttir.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 3 3 0 0 96:76 20 6
2 Bosnía 2 1 0 1 49:54 -5 2
3 Grikkland 3 1 0 2 74:83 -9 2
4 Georgía 2 0 0 2 51:57 -6 0
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
13.03 14:00 Georgía : Bosnía
15.03 17:00 Ísland : Grikkland
15.03 17:00 Bosnía : Georgía
07.05 17:00 Bosnía : Ísland
07.05 17:00 Georgía : Grikkland
11.05 17:00 Ísland : Georgía
11.05 17:00 Grikkland : Bosnía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 3 3 0 0 96:76 20 6
2 Bosnía 2 1 0 1 49:54 -5 2
3 Grikkland 3 1 0 2 74:83 -9 2
4 Georgía 2 0 0 2 51:57 -6 0
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
13.03 14:00 Georgía : Bosnía
15.03 17:00 Ísland : Grikkland
15.03 17:00 Bosnía : Georgía
07.05 17:00 Bosnía : Ísland
07.05 17:00 Georgía : Grikkland
11.05 17:00 Ísland : Georgía
11.05 17:00 Grikkland : Bosnía
urslit.net
Fleira áhugavert