Alltaf mikilvægt fyrir framan Íslendinga

Einar Þorsteinn Ólafsson fyrir æfingu í dag.
Einar Þorsteinn Ólafsson fyrir æfingu í dag. mbl.is/Eyþór

Ein­ar Þor­steinn Ólafs­son var í stóru hlut­verki í sigri Íslands á Grikklandi, 34:25, í 3. riðli undan­keppni EM í hand­bolta ytra síðasta miðviku­dag. 

Ísland er í topp­sæti riðils­ins með sex stig og mæt­ir Grikklandi í Laug­ar­dals­höll­inni annað kvöld. Grikk­land er með tvö stig líkt og Bosn­ía og Georgía. 

„Við erum all­ir spennt­ir að fá að spila í Laug­ar­dals­höll­inni, það ger­ist ekki oft. Nú þurf­um við að gefa aðeins meira í, þar sem við erum að spila heima,“ sagði Ein­ar í sam­tali við mbl.is. 

Heppnaðist mjög vel 

Ein­ar Þor­steinn spilaði með prýði í vörn Íslands og var drjúg­ur við að stela bolt­an­um eft­ir mis­tök Grikkja. Hann er í stærra hlut­verki í þess­um landsliðsglugga þar sem vant­ar nokkra lyk­il­menn í vörn­ina. 

„Oft er erfiðara að spila á svona út­völl­um, gryfj­um sem landslið eru með úti. Ég var ánægður að við náðum að spila vel þar, það er ekki alltaf sjálfsagt. Ég reyndi að gefa 110% í leik­inn. 

Grikk­ir gerðu fullt af mis­tök­um í sókn og við náðum að nýta okk­ur það með því að vera ekki að gera mis­tök í vörn­inni. 

Það heppnaðist mjög vel, sér­stak­lega í fyrri hálfleik,“ bætti Ein­ar við.

Býstu við því sama á morg­un varðandi upp­still­ingu?

„Ekki hægt að vita, sjá­um hvað ger­ist. Ég býst við því að Grikk­irn­ir komi með betra skipu­lag og skot að utan.“

Hvað viljið þið fá úr leikn­um á morg­un? 

„Stór­an sig­ur og spila vel fyr­ir fram­an Íslend­inga,“ sagði Ein­ar Þor­steinn enn frem­ur. 

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 3 3 0 0 96:76 20 6
2 Georgía 3 1 0 2 79:83 -4 2
3 Grikkland 3 1 0 2 74:83 -9 2
4 Bosnía 3 1 0 2 75:82 -7 2
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
15.03 17:00 Ísland : Grikkland
15.03 17:00 Bosnía : Georgía
07.05 17:00 Bosnía : Ísland
07.05 17:00 Georgía : Grikkland
11.05 17:00 Ísland : Georgía
11.05 17:00 Grikkland : Bosnía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 3 3 0 0 96:76 20 6
2 Georgía 3 1 0 2 79:83 -4 2
3 Grikkland 3 1 0 2 74:83 -9 2
4 Bosnía 3 1 0 2 75:82 -7 2
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
15.03 17:00 Ísland : Grikkland
15.03 17:00 Bosnía : Georgía
07.05 17:00 Bosnía : Ísland
07.05 17:00 Georgía : Grikkland
11.05 17:00 Ísland : Georgía
11.05 17:00 Grikkland : Bosnía
urslit.net
Fleira áhugavert