Einar Þorsteinn Ólafsson var í stóru hlutverki í sigri Íslands á Grikklandi, 34:25, í 3. riðli undankeppni EM í handbolta ytra síðasta miðvikudag.
Ísland er í toppsæti riðilsins með sex stig og mætir Grikklandi í Laugardalshöllinni annað kvöld. Grikkland er með tvö stig líkt og Bosnía og Georgía.
„Við erum allir spenntir að fá að spila í Laugardalshöllinni, það gerist ekki oft. Nú þurfum við að gefa aðeins meira í, þar sem við erum að spila heima,“ sagði Einar í samtali við mbl.is.
Einar Þorsteinn spilaði með prýði í vörn Íslands og var drjúgur við að stela boltanum eftir mistök Grikkja. Hann er í stærra hlutverki í þessum landsliðsglugga þar sem vantar nokkra lykilmenn í vörnina.
„Oft er erfiðara að spila á svona útvöllum, gryfjum sem landslið eru með úti. Ég var ánægður að við náðum að spila vel þar, það er ekki alltaf sjálfsagt. Ég reyndi að gefa 110% í leikinn.
Grikkir gerðu fullt af mistökum í sókn og við náðum að nýta okkur það með því að vera ekki að gera mistök í vörninni.
Það heppnaðist mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ bætti Einar við.
Býstu við því sama á morgun varðandi uppstillingu?
„Ekki hægt að vita, sjáum hvað gerist. Ég býst við því að Grikkirnir komi með betra skipulag og skot að utan.“
Hvað viljið þið fá úr leiknum á morgun?
„Stóran sigur og spila vel fyrir framan Íslendinga,“ sagði Einar Þorsteinn enn fremur.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 3 | 3 | 0 | 0 | 96:76 | 20 | 6 |
2 | Georgía | 3 | 1 | 0 | 2 | 79:83 | -4 | 2 |
3 | Grikkland | 3 | 1 | 0 | 2 | 74:83 | -9 | 2 |
4 | Bosnía | 3 | 1 | 0 | 2 | 75:82 | -7 | 2 |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
15.03 17:00 | Ísland | : | Grikkland |
15.03 17:00 | Bosnía | : | Georgía |
07.05 17:00 | Bosnía | : | Ísland |
07.05 17:00 | Georgía | : | Grikkland |
11.05 17:00 | Ísland | : | Georgía |
11.05 17:00 | Grikkland | : | Bosnía |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 3 | 3 | 0 | 0 | 96:76 | 20 | 6 |
2 | Georgía | 3 | 1 | 0 | 2 | 79:83 | -4 | 2 |
3 | Grikkland | 3 | 1 | 0 | 2 | 74:83 | -9 | 2 |
4 | Bosnía | 3 | 1 | 0 | 2 | 75:82 | -7 | 2 |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
15.03 17:00 | Ísland | : | Grikkland |
15.03 17:00 | Bosnía | : | Georgía |
07.05 17:00 | Bosnía | : | Ísland |
07.05 17:00 | Georgía | : | Grikkland |
11.05 17:00 | Ísland | : | Georgía |
11.05 17:00 | Grikkland | : | Bosnía |