Ísland mætir Færeyjum í undankeppni EM

Ísland lék í lokakeppni EM í Austurríki í desember 2024.
Ísland lék í lokakeppni EM í Austurríki í desember 2024. Ljósmynd/Jon Forberg

Ísland verður í riðli með Svart­fjalla­landi, Portúgal og Fær­eyj­um í undan­keppni Evr­ópu­móts kvenna í hand­knatt­leik 2026 en dregið var í und­anriðlana í Cluj-Na­poca í Rúm­en­íu í dag.

Loka­keppn­in fer fram í fimm lönd­um, Rúm­en­íu, Tékklandi, Póllandi, Slóvakíu og Tyrklandi, í des­em­ber 2026.

Undan­keppn­in hefst 15. októ­ber og tvö efstu liðin í hverj­um riðli kom­ast á EM, auk þess sem fjög­ur af sex liðum sem enda í þriðja sæti riðlanna vinna sér keppn­is­rétt þar.

Átta þjóðir fara beint á EM, gest­gjafaþjóðirn­ar fimm, sem og Nor­eg­ur, Dan­mörk og Ung­verja­land, þrjú efstu liðin á síðasta Evr­ópu­móti.

Und­anriðlarn­ir sex eru þannig skipaðir:

1. riðill: Frakk­land, Króatía, Kósóvó og Finn­land.

2. riðill: Hol­land, Sviss, Ítal­ía og Bosn­ía.

3. riðill: Þýska­land, Slóven­ía, Norður-Makedón­ía og Belg­ía.

4. riðill: Svart­fjalla­land, Ísland, Portúgal og Fær­eyj­ar.

5. riðill: Svíþjóð, Serbía, Úkraína og Lit­há­en.

6. riðill: Spánn, Aust­ur­ríki, Grikk­land og Ísra­el.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert