Melsungen steinlá og lið Heiðmars á toppinn

Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson máttu sjá á …
Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson máttu sjá á eftir toppsætinu í kvöld. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Hanno­ver-Burgdorf komst í kvöld á topp þýsku 1. deild­ar karla í hand­knatt­leik með góðum útisigri gegn Rhein-Neckar Löwen á meðan topplið Melsungen stein­lá gegn Hamburg á úti­velli.

Melsungen hef­ur verið efst í sterk­ustu deild heims í nær all­an vet­ur en hef­ur orðið fyr­ir mikl­um skakka­föll­um vegna meiðsla og er m.a. án bæði Elvars Arn­ar Jóns­son­ar og Arn­ars Freys Arn­ars­son­ar um þess­ar mund­ir.

Hamburg vann leik liðanna, 42:32, en Ham­borg­arliðið var í ell­efta sæti fyr­ir leik­inn.

Hanno­ver-Burgdorf, með Heiðmar Felix­son sem aðstoðarþjálf­ara, nýtti tæki­færið og náði eins stigs for­ystu með sigri á Löwen, 36:35.

Bar­átt­an um þýska meist­ara­titil­inn virðist því ætla að verða ein­stak­lega jöfn. Hanno­ver-Burgdorf er með 37 stig á toppn­um, Melsungen 36, Füch­se Berlín 35, Kiel 34, Flens­burg 31 og Mag­deburg 29 stig en meist­aralið Mag­deburg á inni þrjá til fjóra leiki á hin liðin.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert