Varð deildarmeistari í Svíþjóð

Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði þrjú mörk er Skara tryggði sér …
Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði þrjú mörk er Skara tryggði sér deildarmeistaratitilinn. Ljósmynd/Viktor Ljungström

Hand­knatt­leiks­kon­an Al­dís Ásta Heim­is­dótt­ir varð í gær­kvöldi deild­ar­meist­ari í sænsku úr­vals­deild­inni með liði sínu Skara eft­ir að liðið lagði Skuru að velli, 28:22, í lokaum­ferðinni.

Skara endaði með 32 stig líkt og Sävehof í öðru sæti en stend­ur uppi sem deild­ar­meist­ari vegna betri ár­ang­urs í inn­byrðis viður­eign­um liðanna tveggja. Skara vann ann­an leik­inn og hinum lyktaði með jafn­tefli.

Í gær­kvöldi skoraði Al­dís Ásta þrjú mörk og gaf eina stoðsend­ingu að auki.

Átta efstu lið deild­ar­inn­ar fara í úr­slita­keppni um sænska meist­ara­titil­inn og mæt­ir Skara Íslend­ingaliði Kristianstad, sem Jó­hanna Mar­grét Sig­urðardótt­ir og Berta Rut Harðardótt­ir leika með, í fyrstu um­ferð.

Jó­hanna Mar­grét gekk ein­mitt til liðs við Kristianstad frá Skara fyr­ir tíma­bilið. Hún skoraði fimm mörk og gaf fjór­ar stoðsend­ing­ar í jafn­tefli Kristianstad gegn Höör, 27:27, í lokaum­ferðinni í gær­kvöldi en Berta Rut komst ekki á blað.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert