Mikil óánægja með ummæli Kára Árnasonar

Arnar Daði Arnarsson, Kári Árnason og Björgvin Páll Gústavsson.
Arnar Daði Arnarsson, Kári Árnason og Björgvin Páll Gústavsson. mbl.is/Eyþór

Björg­vin Páll Gúst­avs­son, landsliðsmarkvörður í hand­bolta, og Arn­ar Daði Arn­ars­son, aðstoðarþjálf­ari Stjörn­unn­ar, hafa báðir tjáð sig um um­mæli sem Kára Árna­son lét falla eft­ir fyrri leik Kó­sovó og Íslands í um­spili Þjóðadeild­ar­inn­ar í fót­bolta á fimmtu­dag­inn.

Leikn­um lauk með sigri Kó­sovó í Prist­ínu, 2:1, en liðin mæt­ast á nýj­an leik í Murcia á Spáni á morg­un þar sem sæti í B-deild Þjóðadeild­ar­inn­ar er und­ir en tapliðið í ein­víg­inu fell­ur í C-deild.

Eft­ir leik­inn var rætt um kosti þess og galla að falla í C-deild­ina og vildu ein­hverj­ir meina að það gæti verið auðveld­ara fyr­ir ís­lenska liðið að kom­ast í loka­keppni Evr­ópu­móts­ins, ef liðið væri í C-deild.

Verður pínu eins og hand­bolt­inn

„Þú þarft að verðskulda það að fara á EM og það er ekki jafn sætt, ef þú ferð ekki ein­hverja al­vöru leið,“ sagði Kári í mynd­veri Stöðvar 2 Sport.

„Þá verður þetta bara pínu eins og hand­bolt­inn, þar sem er stór­mót á hverju ein­asta ári. Það er al­veg gam­an því þetta er í leiðin­leg­asta mánuði árs­ins og þá horfa all­ir á þetta. Þetta á að vera af­rek,“ bætti Kári við.

„Áfram Ísland“ skrifaði Björg­vin Páll við færslu sem hann birti á sam­fé­lags­miðlin­um X þar sem hann deildi um­mæl­um Kára.

Kári Árna­son litli kall

Arn­ar Daði tek­ur í sama streng og Björg­vin Páll og deil­ir færslu ís­lenska markv­arðar­ins.

„Enn einn litli kall­inn mætt­ur til að upp­hefja sína íþrótt með því að miða sig við þjóðaríþrótt­ina. Kári Árna­son litli kall,“ bætti Arn­ar Daði við.

Marg­ir hafa tekið upp hansk­ann fyr­ir hand­bolt­ann í um­mæl­um við færsl­urn­ar sem má sjá hér fyr­ir neðan.



mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert