Akkúrat núna er mér alveg sama

Sigursteinn Arndal kátur á hliðarlínunni í kvöld.
Sigursteinn Arndal kátur á hliðarlínunni í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

FH er deild­ar­meist­ari karla í hand­bolta árið 2025. Er þetta annað árið í röð sem FH end­ar deild­ar­keppn­ina á toppn­um. Sig­ur­steinn Arn­dal þjálf­ari FH var að von­um ánægður með niður­stöðuna þegar mbl.is náði hon­um í viðtal eft­ir leik­inn í kvöld. 

Sig­ur á móti ÍR þar sem þínir menn voru oft á tíðum nokkr­um núm­er­um of stór­ir fyr­ir gestaliðið. Hvað skóp sig­ur­inn í kvöld sem síðan fær­ir ykk­ur deild­ar­meist­ara­titil­inn?

„Frá­bær fyrri hálfleik­ur með frá­bær­um varn­ar­leik. Við hlup­um hraðaupp­hlaup­in vel og kom­um okk­ur í mjög góða stöðu fyr­ir hálfleik­inn. Við hefðum vissu­lega getað farið bet­ur með for­skotið í seinni hálfleik en akkúrat núna er mér al­veg sama.“

FH er deild­ar­meist­ari. Ég verð að spyrja þig út í tíma­bilið í heild sinni. Það var talað um það um ára­mót­in að FH myndi eiga í mikl­um erfiðleik­um eft­ir ára­mót og deild­ar­meist­ara­tit­ill væri fjar­læg­ur draum­ur. Hvað hef­ur þú að segja núna í ljósi niður­stöðunn­ar?

„Ég veit ekki hvernig ég á að svara þess­ari spurn­ingu. Ég svo sem velti þess­ari umræðu ekki fyr­ir mér. Ég er ofboðslega stolt­ur af FH liðinu og þeim ár­angri sem við höf­um náð síðustu tvö ár og í raun­inni árin þar á und­an líka. Það verða all­ir að átta sig á því að þú nærð svona ár­angri ekk­ert bara með und­ir­bún­ingi á einu tíma­bili. 

Við í FH erum bún­ir að und­ir­búa þetta í mörg, mörg ár og erum að upp­skera núna. Þetta er bara ár­ang­ur þess að hér rík­ir góður kúltúr. Menn vinna eft­ir nokkuð skýru kon­septi og það er ennþá mik­il hung­ur og mik­il gleði í þessu fé­lagi. 

Þetta eru ekki bara leik­menn eða þjálf­ari held­ur allt fé­lagið og fólkið í kring­um fé­lagið. Hér er frá­bær um­gjörð og við erum bún­ir að vera í stór­um verk­efn­um eins og evr­ópu­keppni. Það gef­ur okk­ur enn meira til­efni til að vera stolt­ir af þessu fé­lagi sem FH er.

Þess vegna er ég líka full­ur til­hlökk­un­ar til að fara í úr­slita­keppn­ina því þetta er tími okk­ar FH-inga til að mæta í Kaplakrika og gleðjast sam­an. En núna tek­ur sú vinna við og hún ligg­ur á okk­ur að veita okk­ar stuðnings­fólki fleiri til­efni til að gleðjast.“

FH er að fara mæta HK í 8 liða úr­slit­um. Það er búið að verja ann­an titil FH af tveim­ur frá því í fyrra. Þrátt fyr­ir að ég þyk­ist vita að þú mun­ir segja að þið horfið bara fram á eitt verk­efni í einu sem núna sé HK þá hlýt­ur lang­tíma mark­miðið að vera það að verja Íslands­meist­ara­titil­inn líka ekki satt?

„Þeir sem hafa unnið Íslands­meist­ara­titil vilja eðli­lega upp­lifa þá til­finn­ingu aft­ur. Það var stór­kost­legt mó­ment sem við upp­lifðum síðasta vor. Við vor­um bún­ir að bíða alltof lengi eft­ir þeim titli.

En eins og þú seg­ir þá byrj­ar þetta alltaf á ein­hverju einu verk­efni og við þurf­um bara að sýna sömu auðmýkt og við erum bún­ir að gera í vet­ur sem er að nálg­ast öll verk­efni af virðingu.

Á sama tíma þurf­um við að virða okk­ar concept og þá þætti sem þurfa að vera til staðar í FH til að ná ár­angri. Ef við ger­um það þá er al­veg mögu­leiki á að við get­um náð lengra. En ég minni á að næst er það bara fyrsti leik­ur­inn á móti HK sem er með mjög gott lið og frá­bær­an þjálf­ara. 

Nú ætl­um við að gleðjast í kvöld og leyfa okk­ur það. Þetta er góður ár­ang­ur sem við erum mjög stolt­ir af og skömm­umst ekki fyr­ir þrátt fyr­ir að ein­hverj­ir hafi reynt að tala þenn­an titil niður. Mér þykir ein­stak­lega vænt um þenn­an ár­ang­ur. 

Á morg­un hefst síðan und­ir­bún­ing­ur fyr­ir 8 liða úr­slit­in og við ætl­um okk­ur að vera klár­ir í hann,“ sagði Sig­ur­steinn í sam­tali við mbl.is. 

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert