FH er deildarmeistari karla í handbolta árið 2025. Er þetta annað árið í röð sem FH endar deildarkeppnina á toppnum. Sigursteinn Arndal þjálfari FH var að vonum ánægður með niðurstöðuna þegar mbl.is náði honum í viðtal eftir leikinn í kvöld.
Sigur á móti ÍR þar sem þínir menn voru oft á tíðum nokkrum númerum of stórir fyrir gestaliðið. Hvað skóp sigurinn í kvöld sem síðan færir ykkur deildarmeistaratitilinn?
„Frábær fyrri hálfleikur með frábærum varnarleik. Við hlupum hraðaupphlaupin vel og komum okkur í mjög góða stöðu fyrir hálfleikinn. Við hefðum vissulega getað farið betur með forskotið í seinni hálfleik en akkúrat núna er mér alveg sama.“
FH er deildarmeistari. Ég verð að spyrja þig út í tímabilið í heild sinni. Það var talað um það um áramótin að FH myndi eiga í miklum erfiðleikum eftir áramót og deildarmeistaratitill væri fjarlægur draumur. Hvað hefur þú að segja núna í ljósi niðurstöðunnar?
„Ég veit ekki hvernig ég á að svara þessari spurningu. Ég svo sem velti þessari umræðu ekki fyrir mér. Ég er ofboðslega stoltur af FH liðinu og þeim árangri sem við höfum náð síðustu tvö ár og í rauninni árin þar á undan líka. Það verða allir að átta sig á því að þú nærð svona árangri ekkert bara með undirbúningi á einu tímabili.
Við í FH erum búnir að undirbúa þetta í mörg, mörg ár og erum að uppskera núna. Þetta er bara árangur þess að hér ríkir góður kúltúr. Menn vinna eftir nokkuð skýru konsepti og það er ennþá mikil hungur og mikil gleði í þessu félagi.
Þetta eru ekki bara leikmenn eða þjálfari heldur allt félagið og fólkið í kringum félagið. Hér er frábær umgjörð og við erum búnir að vera í stórum verkefnum eins og evrópukeppni. Það gefur okkur enn meira tilefni til að vera stoltir af þessu félagi sem FH er.
Þess vegna er ég líka fullur tilhlökkunar til að fara í úrslitakeppnina því þetta er tími okkar FH-inga til að mæta í Kaplakrika og gleðjast saman. En núna tekur sú vinna við og hún liggur á okkur að veita okkar stuðningsfólki fleiri tilefni til að gleðjast.“
FH er að fara mæta HK í 8 liða úrslitum. Það er búið að verja annan titil FH af tveimur frá því í fyrra. Þrátt fyrir að ég þykist vita að þú munir segja að þið horfið bara fram á eitt verkefni í einu sem núna sé HK þá hlýtur langtíma markmiðið að vera það að verja Íslandsmeistaratitilinn líka ekki satt?
„Þeir sem hafa unnið Íslandsmeistaratitil vilja eðlilega upplifa þá tilfinningu aftur. Það var stórkostlegt móment sem við upplifðum síðasta vor. Við vorum búnir að bíða alltof lengi eftir þeim titli.
En eins og þú segir þá byrjar þetta alltaf á einhverju einu verkefni og við þurfum bara að sýna sömu auðmýkt og við erum búnir að gera í vetur sem er að nálgast öll verkefni af virðingu.
Á sama tíma þurfum við að virða okkar concept og þá þætti sem þurfa að vera til staðar í FH til að ná árangri. Ef við gerum það þá er alveg möguleiki á að við getum náð lengra. En ég minni á að næst er það bara fyrsti leikurinn á móti HK sem er með mjög gott lið og frábæran þjálfara.
Nú ætlum við að gleðjast í kvöld og leyfa okkur það. Þetta er góður árangur sem við erum mjög stoltir af og skömmumst ekki fyrir þrátt fyrir að einhverjir hafi reynt að tala þennan titil niður. Mér þykir einstaklega vænt um þennan árangur.
Á morgun hefst síðan undirbúningur fyrir 8 liða úrslitin og við ætlum okkur að vera klárir í hann,“ sagði Sigursteinn í samtali við mbl.is.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 4 | 4 | 0 | 0 | 129:97 | 32 | 8 |
2 | Georgía | 4 | 2 | 0 | 2 | 101:103 | -2 | 4 |
3 | Bosnía | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:104 | -9 | 2 |
4 | Grikkland | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:116 | -21 | 2 |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
07.05 18:00 | Bosnía | : | Ísland |
08.05 13:00 | Georgía | : | Grikkland |
11.05 16:00 | Grikkland | : | Bosnía |
11.05 16:00 | Ísland | : | Georgía |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 4 | 4 | 0 | 0 | 129:97 | 32 | 8 |
2 | Georgía | 4 | 2 | 0 | 2 | 101:103 | -2 | 4 |
3 | Bosnía | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:104 | -9 | 2 |
4 | Grikkland | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:116 | -21 | 2 |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
07.05 18:00 | Bosnía | : | Ísland |
08.05 13:00 | Georgía | : | Grikkland |
11.05 16:00 | Grikkland | : | Bosnía |
11.05 16:00 | Ísland | : | Georgía |