FH deildarmeistari annað árið í röð

Fyrirliðinn Ágúst Birgisson hefur bikarinn á loft í kvöld.
Fyrirliðinn Ágúst Birgisson hefur bikarinn á loft í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

FH er deild­ar­meist­ari karla í hand­bolta annað árið í röð eft­ir sig­ur á ÍR í lokaum­ferð úr­vals­deild­ar karla í hand­bolta í kvöld í Kaplakrika í kvöld, 33:29.

ÍR held­ur sæti sínu þrátt fyr­ir ósig­ur­inn og end­ar í 10. sæti en Grótta tapaði fyr­ir Aft­ur­eld­ingu og fer þar með í um­spil um áfram­hald­andi sæti í úr­vals­deild­inni..

ÍR byrjaði leik­inn vel í kvöld og komst 3:1 yfir í leikn­um. Þá stoppuðu FH-ing­ar hug­mynd­ir ÍR-inga um að skemma fyr­ir þeim deild­ar­meist­ara­titil­inn og tóku öll völd á vell­in­um.

FH jafnaði leik­inn í stöðunni 4:4 og fóru síðan að byggja upp gott for­skot fyr­ir hálfleik­inn. Þegar rúm­lega 15 mín­út­ur voru bún­ar af leikn­um var staðan orðin 12:6 fyr­ir FH.

Svart­hvítu ris­arn­ir voru langt frá því að vera hætt­ir í fyrri hálfleik. Þeir náðu 9 marka for­skoti í stöðunni 19:10. Ásbjörn Friðriks­son eða Fóget­inn eins og hann er kallaður í Kaplakrika fiskaði síðan víti þegar leiktím­inn í fyrri hálfleik var að klár­ast. Gat hann með marki aukið mun­inn í 10 mörk fyr­ir hálfleik en það tókst ekki og varði Ólaf­ur Rafn Gísla­son vítið.

Ásbjörn Friðriksson brýst í gegn í leiknum í kvöld.
Ásbjörn Friðriks­son brýst í gegn í leikn­um í kvöld. Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn

Staðan í hálfleik 19:10 fyr­ir FH. 

Leon­h­arð Þor­geir Harðar­son skoraði 4 mörk fyr­ir FH í fyrri hálfleik og varði Daní­el Freyr Andrés­son 9 skot. 

Bern­ard Kristján Owusu Dar­koh skoraði 4 mörk fyr­ir ÍR og varði Ólaf­ur Rafn Gísla­son 3 skot, þar af eitt víti fyr­ir ÍR í fyrri hálfleik. 

FH tókst að kom­ast 10 mörk­um yfir í fyrst sókn sinni í seinni hálfleik. Það sættu ÍR-ing­ar sig ekki við, breyttu um varn­araf­brigði og fóru í þá veg­ferð að minnka mun­inn. 

Þegar 7 mín­út­ur voru liðnar af seinni hálfleik var mun­ur­inn kom­inn niður í 6 mörk i stöðunni 22:16 fyr­ir FH. Þá tók Sig­ur­steinn Arn­dal þjálf­ari FH leik­hlé og lét sína menn heyra það enda mikið und­ir. 

FH náði aft­ur vopn­um sín­um og náði 8 marka for­skoti í stöðunni 25:17 með marki frá Ásbirni Friðriks­syni. FH náði síðan aft­ur 10 marka for­skoti í stöðunni 31:21. 

Sig­ur­steinn Arn­dal fór eft­ir þetta að rótera liði sínu mikið og leyfa fleir­um að fá mín­út­ur í leikn­um. Þetta not­færði lið ÍR sér og þegar 6 mín­út­ur voru til leiks­loka var staðan 32:27 fyr­ir FH og mun­ur­inn aðeins 5 mörk.

ÍR-ing­ar reyndu hvað þeir gátu að minnka mun­inn meira en komust ekki neðar en 4 mörk og fór svo að FH vann að lok­um 33:29 og eru deild­ar­meist­ar­ar annað árið í röð.

Leon­h­arð Þor­geir Harðar­son skoraði 7  mörk fyr­ir FH og Daní­el Freyr Andrés­son varði 13 skot, þar af eitt víti. Birk­ir Fann­ar Braga­son varði 2 skot. 

Bald­ur Fritz Bjarna­son skoraði tíu mörk fyr­ir ÍR og Bern­ard Kristján Owusu Dar­koh skoraði níu. Varði Ólaf­ur Rafn Gísla­son 7 skot í mark­inu, þar af eitt víta­skot. 

Til ham­ingju með deild­ar­meist­ara­titil­inn FH-ing­ar. 

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

FH 33:29 ÍR opna loka
Leonharð Þorgeir Harðarson - 7
Jón Bjarni Ólafsson - 6
Garðar Ingi Sindrason - 5
Birgir Már Birgisson - 4
Ásbjörn Friðriksson - 4 / 1
Símon Michael Guðjónsson - 4
Jakob Martin Ásgeirsson - 1
Gunnar Kári Bragason - 1
Einar Örn Sindrason - 1
Mörk 10 / 3 - Baldur Fritz Bjarnason
9 - Bernard Kristján Owusu Darkoh
5 - Róbert Snær Örvarsson
2 - Jökull Blöndal Björnsson
1 - Bjarki Steinn Þórisson
1 - Sigurvin Jarl Ármannsson
1 - Sveinn Brynjar Agnarsson
Daníel Freyr Andrésson - 13 / 1
Birkir Fannar Bragason - 2
Varin skot 7 / 1 - Ólafur Rafn Gíslason

0 Mín

Brottvísanir

2 Mín

mín.
60 Leik lokið
FH er deildarmeistari karla í handbolta árið 2025.
60 Textalýsing
ÍR er öruggt í efstu deild að ári þrátt fyrir tap hér í kvöld þar sem Afturelding vann Gróttu og þar með þarf Grótta að fara í umspil.
60 33 : 29 - Baldur Fritz Bjarnason (ÍR) skorar úr víti
60 ÍR (ÍR) fiskar víti
60 FH tapar boltanum
59 33 : 28 - Bjarki Steinn Þórisson (ÍR) skoraði mark
58 Birkir Fannar Bragason (FH) varði skot
57 33 : 27 - Birgir Már Birgisson (FH) skoraði mark
57 ÍR tapar boltanum
57 Ásbjörn Friðriksson (FH) skýtur yfir
56 Birkir Fannar Bragason (FH) varði skot
56 FH tapar boltanum
55 32 : 27 - Róbert Snær Örvarsson (ÍR) skoraði mark
55 FH tapar boltanum
54 32 : 26 - Jökull Blöndal Björnsson (ÍR) skoraði mark
53 32 : 25 - Gunnar Kári Bragason (FH) skoraði mark
53 Textalýsing
Ég held það sé alveg ljóst að FH vinni þennan leik. Á sama tíma þegar þetta er skrifað er Afturelding 5 mörkum yfir gegn Gróttu. Þetta þýðir að ÍR sleppur við fall, Grótta fer í umspil og Fjölnir var fallið fyrir þessa umferð.
53 31 : 25 - Baldur Fritz Bjarnason (ÍR) skoraði mark
53 FH tapar boltanum
52 31 : 24 - Baldur Fritz Bjarnason (ÍR) skoraði mark
52 Ólafur Rafn Gíslason (ÍR) varði skot
51 31 : 23 - Róbert Snær Örvarsson (ÍR) skoraði mark
51 Ólafur Rafn Gíslason (ÍR) varði skot
51 31 : 22 - Baldur Fritz Bjarnason (ÍR) skorar úr víti
50 Jökull Blöndal Björnsson (ÍR) fiskar víti
49 31 : 21 - Símon Michael Guðjónsson (FH) skoraði mark
49 ÍR tapar boltanum
49 30 : 21 - Jón Bjarni Ólafsson (FH) skoraði mark
48 Daníel Freyr Andrésson (FH) varði skot
47 29 : 21 - Leonharð Þorgeir Harðarson (FH) skoraði mark
47 28 : 21 - Baldur Fritz Bjarnason (ÍR) skorar úr víti
47 Róbert Snær Örvarsson (ÍR) fiskar víti
46 Textalýsing
Staðan í leik Gróttu og Aftureldingar er 22:19 fyrir Aftureldingu. Þetta þýðir að ÍR heldur sér uppi þrátt fyrir tap ef leikar fara í þá átt sem stefnir nú.
46 28 : 20 - Sigurvin Jarl Ármannsson (ÍR) skoraði mark
45 28 : 19 - Garðar Ingi Sindrason (FH) skoraði mark
45 27 : 19 - Bernard Kristján Owusu Darkoh (ÍR) skoraði mark
Kominn með 9 mörk.
44 27 : 18 - Birgir Már Birgisson (FH) skoraði mark
44 ÍR tapar boltanum
44 Daníel Freyr Andrésson (FH) varði skot
Ver í innkast.
43 ÍR tekur leikhlé
43 26 : 18 - Leonharð Þorgeir Harðarson (FH) skoraði mark
42 25 : 18 - Baldur Fritz Bjarnason (ÍR) skoraði mark
42 25 : 17 - Ásbjörn Friðriksson (FH) skoraði mark
41 Daníel Freyr Andrésson (FH) ver víti
41 Baldur Fritz Bjarnason (ÍR) fiskar víti
41 24 : 17 - Jón Bjarni Ólafsson (FH) skoraði mark
40 23 : 17 - Bernard Kristján Owusu Darkoh (ÍR) skoraði mark
39 23 : 16 - Leonharð Þorgeir Harðarson (FH) skoraði mark
39 FH tekur leikhlé
Sigursteinn Arndal ekki sáttur. Munurinn kominn niður í 6 mörk
39 22 : 16 - Bernard Kristján Owusu Darkoh (ÍR) skoraði mark
39 Ólafur Rafn Gíslason (ÍR) varði skot
39 22 : 15 - Róbert Snær Örvarsson (ÍR) skoraði mark
38 22 : 14 - Jón Bjarni Ólafsson (FH) skoraði mark
37 21 : 14 - Róbert Snær Örvarsson (ÍR) skoraði mark
37 FH tapar boltanum
37 21 : 13 - Bernard Kristján Owusu Darkoh (ÍR) skoraði mark
37 FH tapar boltanum
36 Baldur Fritz Bjarnason (ÍR) skýtur framhjá
35 FH tapar boltanum
35 Daníel Freyr Andrésson (FH) varði skot
34 21 : 12 - Ásbjörn Friðriksson (FH) skoraði mark
34 20 : 12 - Bernard Kristján Owusu Darkoh (ÍR) skoraði mark
33 Ólafur Rafn Gíslason (ÍR) varði skot
32 20 : 11 - Baldur Fritz Bjarnason (ÍR) skoraði mark
31 20 : 10 - Garðar Ingi Sindrason (FH) skoraði mark
31 Seinni hálfleikur hafinn
FH byrjar með boltann og freistar þess að komast 10 mörkum yfir.
30 Hálfleikur
FH er með 9 putta á deildarmeistaratitlinum.
30 Ólafur Rafn Gíslason (ÍR) ver víti
Fógetinn nær ekki að koma FH 10 mörkum yfir fyrir leikhlé. FH þarf að sætta sig við 9 marka forskot í hálfleik.
30 Ásbjörn Friðriksson (FH) fiskar víti
Ásbjörn fiskar hér víti þegar leiktíminn klárast.
30 Sveinn Brynjar Agnarsson (ÍR) skýtur yfir
30 Símon Michael Guðjónsson (FH) skýtur yfir
30 ÍR tapar boltanum
29 19 : 10 - Leonharð Þorgeir Harðarson (FH) skoraði mark
28 Jökull Blöndal Björnsson (ÍR) skýtur yfir
27 18 : 10 - Símon Michael Guðjónsson (FH) skoraði mark
26 Baldur Fritz Bjarnason (ÍR) á skot í stöng
26 FH tapar boltanum
25 17 : 10 - Jökull Blöndal Björnsson (ÍR) skoraði mark
24 FH tapar boltanum
24 17 : 9 - Baldur Fritz Bjarnason (ÍR) skoraði mark
24 17 : 8 - Símon Michael Guðjónsson (FH) skoraði mark
FH er 100% að fara verja deildarmeistaratitilinn. Þeir eru að valta yfir ÍR.
24 ÍR tapar boltanum
23 16 : 8 - Símon Michael Guðjónsson (FH) skoraði mark
23 ÍR tapar boltanum
23 FH tapar boltanum
22 Nathan Doku Helgi Asare (ÍR) fékk 2 mínútur
22 Daníel Freyr Andrésson (FH) varði skot
22 Ólafur Rafn Gíslason (ÍR) varði skot
21 15 : 8 - Bernard Kristján Owusu Darkoh (ÍR) skoraði mark
21 15 : 7 - Einar Örn Sindrason (FH) skoraði mark
20 ÍR tapar boltanum
20 14 : 7 - Jón Bjarni Ólafsson (FH) skoraði mark
19 ÍR tapar boltanum
18 Ólafur Rafn Gíslason (ÍR) varði skot
18 13 : 7 - Baldur Fritz Bjarnason (ÍR) skoraði mark
18 13 : 6 - Leonharð Þorgeir Harðarson (FH) skoraði mark
17 Daníel Freyr Andrésson (FH) varði skot
16 12 : 6 - Ásbjörn Friðriksson (FH) skorar úr víti
16 Jón Bjarni Ólafsson (FH) fiskar víti
15 Daníel Freyr Andrésson (FH) varði skot
15 ÍR tekur leikhlé
ÍR er 5 mörkum undir eftir að hafa byrjað leikinn fínt. Nú þarf að núllstilla og byrja að elta FH.
15 11 : 6 - Jón Bjarni Ólafsson (FH) skoraði mark
5 marka munur.
14 Daníel Freyr Andrésson (FH) varði skot
13 Daníel Freyr Andrésson (FH) varði skot
Ver í innkast. 5 skot varin hjá honum.
12 10 : 6 - Jakob Martin Ásgeirsson (FH) skoraði mark
12 9 : 6 - Bernard Kristján Owusu Darkoh (ÍR) skoraði mark
11 9 : 5 - Leonharð Þorgeir Harðarson (FH) skoraði mark
FH liðið er að keyra yfir ÍR þessa stundina.
11 Daníel Freyr Andrésson (FH) varði skot
11 8 : 5 - Birgir Már Birgisson (FH) skoraði mark
11 Daníel Freyr Andrésson (FH) varði skot
10 7 : 5 - Ásbjörn Friðriksson (FH) skoraði mark
Fógetinn er kominn á blað.
10 6 : 5 - Bernard Kristján Owusu Darkoh (ÍR) skoraði mark
9 6 : 4 - Garðar Ingi Sindrason (FH) skoraði mark
Hans þriðja mark í leiknum.
8 ÍR tapar boltanum
7 5 : 4 - Birgir Már Birgisson (FH) skoraði mark
Flott hraðaupphlaup hjá FH.
7 Daníel Freyr Andrésson (FH) varði skot
6 4 : 4 - Garðar Ingi Sindrason (FH) skoraði mark
Klaufalegt hjá ÍR. Ólafur Rafn reynir að bjarga boltanum frá innkasti en nær því ekki og dettur. FH skora í tómt markið.
6 ÍR tapar boltanum
5 3 : 4 - Garðar Ingi Sindrason (FH) skoraði mark
4 2 : 4 - Sveinn Brynjar Agnarsson (ÍR) skoraði mark
4 2 : 3 - Jón Bjarni Ólafsson (FH) skoraði mark
4 Daníel Freyr Andrésson (FH) varði skot
3 FH tapar boltanum
FH byrjar þennan leik illa. ÍR getur náð þriggja marka forskoti.
3 1 : 3 - Bernard Kristján Owusu Darkoh (ÍR) skoraði mark
3 FH tapar boltanum
2 1 : 2 - Baldur Fritz Bjarnason (ÍR) skoraði mark
Glæsilegt mark hjá Baldri.
1 1 : 1 - Leonharð Þorgeir Harðarson (FH) skoraði mark
Það er allt jafnt.
1 0 : 1 - Róbert Snær Örvarsson (ÍR) skoraði mark
Gestirnir úr Breiðholti skora fyrsta mark leiksins.
1 Leikur hafinn
ÍR-ingar eru mættir í sókn.
0 Textalýsing
Það er því ljóst að það er mikið undir hjá báðum liðum í kvöld. Liðin eru komin út á völl og það er lið ÍR sem byrjar með boltann.
0 Textalýsing
FH tryggir sér deildarmeistaratitilinn með sigri í kvöld en liðið er með 33 stig, einu stigi meira en Valur. ÍR gulltryggir veru sína í deildinni á næstu leiktíð með jafntefli eða sigri en getur enn fallið ef Grótta vinnur Aftureldingu á heimavelli.
0 Textalýsing
Gott kvöld og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik FH og ÍR í lokaumferð úrvalsdeildar karla í handbolta.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson

Gangur leiksins: 3:4, 7:5, 11:6, 14:7, 17:10, 19:10, 21:12, 23:17, 28:19, 31:21, 32:27, 33:29.

Lýsandi: Jón Kristinn Jónsson

Völlur: Kaplakriki

FH: Daníel Freyr Andrésson (M), Birkir Fannar Bragason (M). Ágúst Birgisson, Þórir Ingi Þorsteinsson, Ásbjörn Friðriksson, Leonharð Þorgeir Harðarson, Jón Bjarni Ólafsson, Ólafur Gústafsson, Einar Sverrisson, Jakob Martin Ásgeirsson, Gunnar Kári Bragason, Einar Örn Sindrason, Birgir Már Birgisson, Garðar Ingi Sindrason, Símon Michael Guðjónsson.

ÍR: Ólafur Rafn Gíslason (M), Rökkvi Pacheco Steinunnarson (M). Patrekur Smári Arnarsson, Bjarki Steinn Þórisson, Baldur Fritz Bjarnason, Nökkvi Blær Hafþórsson, Bernard Kristján Owusu Darkoh, Bergþór Róbertsson, Eyþór Ari Waage, Vilhelm Freyr Steindórsson, Sveinn Brynjar Agnarsson, Róbert Snær Örvarsson, Jökull Blöndal Björnsson, Nathan Doku Helgi Asare, Hjálmtýr Daníel S. Björnsson, Sigurvin Jarl Ármannsson.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert