Grótta í umspil – ljóst hvaða lið mætast

Grótta þarf að spila um sæti í úrvalsdeildinni.
Grótta þarf að spila um sæti í úrvalsdeildinni. mbl.is/Eyþór

Grótta end­ar í 11. og næst­neðsta sæt­inu í úr­vals­deild karla í hand­knatt­leik með því að tapa fyr­ir Aft­ur­eld­ingu, 25:28, í lokaum­ferð deild­ar­inn­ar á Seltjarn­ar­nesi í kvöld og þarf þar með að fara í um­spil um áfram­hald­andi sæti í deild­inni.

Grótta vann sér inn 11 stig en ÍR held­ur sæti sínu. Breiðhylt­ing­ar unnu sér inn 13 stig og hafna í tí­unda sæti. Aft­ur­eld­ing hafn­ar í þriðja sæti með 31 stig.

Grótta fer í um­spil með liðunum í öðru til fjórða sæti 1. deild­ar, um eitt sæti í úr­vals­deild­inni.

Fram hafn­ar í fjórða sæti eft­ir að hafa tapað fyr­ir Stjörn­unni í Garðabæ, 31:29, í kvöld. Stjarn­an hafn­ar í sjö­unda sæti með 22 stig.

ÍBV vann þá HK ör­ugg­lega, 34:28, og tryggði sér sjötta sætið, þar sem Eyja­menn unnu sér inn 23 stig. HK endaði í átt­unda sæti með 16 stig.

Val­ur tapaði á heima­velli

Hauk­ar lögðu Val að velli, 35:33, á Hlíðar­enda og var fyr­ir fram ljóst að Hafn­ar­fjarðarliðið myndi hafna í fimmta sæti en ger­ir það með 27 stig.

Val­ur hafn­ar í öðru sæti með 32 stig.

Loks vann KA botnlið Fjöln­is, 33:29, í Grafar­vogi í þýðing­ar­laus­um leik.

KA hafn­ar í ní­unda sæti með 15 stig og Fjöln­ir end­ar á botn­in­um með átta stig og var fyr­ir nokkru síðan fall­inn niður í 1. deild.

At­hygl­is­verðir slag­ir

Þar sem keppni er nú lokið í deild­inni er ljóst hvaða lið mæt­ast í fyrstu um­ferð úr­slita­keppn­inn­ar um Íslands­meist­ara­titil­inn.

Eft­ir­far­andi lið mæt­ast:

FH – HK
Val­ur – Stjarn­an
Aft­ur­eld­ing - ÍBV
Fram - Hauk­ar

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert