Markakóngurinn tjáði sig um framtíðina

Baldur Fritz Bjarnason með boltann í leiknum í kvöld.
Baldur Fritz Bjarnason með boltann í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Bald­ur Fritz Bjarna­son átti frá­bær­an leik fyr­ir ÍR í tapi gegn deild­ar­meist­ur­um FH í hand­knatt­leik í Kaplakrika í kvöld.

Bald­ur skoraði 10 mörk, þar af 3 úr vít­um og var prímu­smótor­inn í sókn ÍR. Þrátt fyr­ir tapið sleppa ÍR-ing­ar við fall eða um­spil og eru ör­ugg­ir með sæti í úr­vals­deild­inni á næsta tíma­bili. Hann er aðeins 18 ára gam­all og stend­ur uppi sem markakóng­ur deild­ar­inn­ar með 211 mörk í 22 leikj­um.

Spurður út í þá til­finn­ingu að vera slopp­inn við fall sagði Bald­ur þetta:

„Það er bara frá­bært að sleppa við um­spil. Mark­miðið var alltaf að halda okk­ur uppi. Núna höf­um við fimm mánuði til að æfa og styrkja okk­ur fyr­ir næsta tíma­bil og við byrj­um strax í næstu viku að und­ir­búa næsta tíma­bil. Ég er mjög ánægður með það og að sleppa við auka mánuð í um­spili.“

Þú skor­ar 10 mörk í leikn­um og Bern­ard er með 9 mörk. Sam­tals eruð þið tveir með 19 af 29 mörk­um ÍR í leikn­um. Vantaði fram­lag frá fleiri leik­mönn­um í kvöld?

„Nei alls ekki. Við vor­um bara að hitta á okk­ar dag. Það geta ekki all­ir skorað mörk­in og aðrir leik­menn voru bara í öðrum hlut­verk­um.“

ÍR lend­ir 10 mörk­um und­ir í tvígang í seinni hálfleik. Eft­ir ágæt­is byrj­un ÍR þá yf­ir­tek­ur FH leik­inn og þið sjáið aldrei til sól­ar. Hvað veld­ur því?

„Þeir eru bara með frá­bært lið og refsa fyr­ir öll mis­tök sem við ger­um. Hver tækni­feill hjá okk­ur var mjög dýr og á sama tíma voru mis­tök­in hjá þeim nán­ast eng­in.“

Verður þú áfram í ÍR á næsta tíma­bili?

„Já að sjálf­sögðu.“

Hvaða vænt­ing­ar hef­ur þú til næsta tíma­bils í ljósi þess að þið kom­ist hjá falli og um­spili?

„Þetta tíma­bil var mjög dýr­mæt reynsla. Við mun­um koma miklu betri til leiks á næsta tíma­bili. Læra af þessu sem er að klár­ast og byggja ofan á það,“ sagði Bald­ur í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert