Valur tryggði deildartitilinn á Nesinu

Valskonur fagna í leikslok.
Valskonur fagna í leikslok. mbl.is/Óttar

Valskon­ur tryggðu sér í kvöld deild­ar­meist­ara­titil­inn í úr­vals­deild kvenna í hand­knatt­leik með því að vinna auðveld­an útisig­ur á botnliði Gróttu í næst­síðustu um­ferð deild­ar­inn­ar, 30:19.

Val­ur er með 36 stig en Fram, sem vann ÍBV í Úlfarsár­dal, 29:22, er með 34 stig. Vegna inn­byrðis úr­slita eru Valskon­ur þegar bún­ar að vinna deild­ina þó ein um­ferð sé eft­ir.

Lovísa Thomp­son og Þórey Anna Ásgeirs­dótt­ir voru marka­hæst­ar hjá Val með sex mörk hvor. Haf­dís Renötu­dótt­ir varði 17 skot í mark­inu. Katrín S Thor­steins­son skoraði sjö fyr­ir Gróttu.

Í Úlfarsár­daln­um var Stein­unn Björns­dótt­ir marka­hæst hjá Fram með sjö mörk og Berg­lind Þor­steins­dótt­ir og Harpa María Friðgeirs­dótt­ir gerðu fimm hvor. Birna Berg Har­alds­dótt­ir og Brit­ney Cots gerðu fimm hvor fyr­ir ÍBV.

Hauk­ar höfðu bet­ur gegn ÍR, 26:19. Er orðið ljóst að Hauk­ar enda í þriðja sæti en liðið er með 32 stig. ÍR er í fimmta sæti með 15.

Elín Klara Þor­kels­dótt­ir skoraði sjö mörk fyr­ir Hauka og Sara Dögg Hjalta­dótt­ir var með sex fyr­ir ÍR.

Fall­bar­átt­an verður ekki út­kláð fyrr en í lokaum­ferðinni þar sem Stjarn­an tapaði fyr­ir Sel­fossi á heima­velli, 30:26

Landsliðskon­urn­ar Perla Ruth Al­berts­dótt­ir og Katla María Magnús­dótt­ir voru marka­hæst­ar hjá Sel­fossi. Perla gerði níu mörk og Katla sex. Embla Stein­dórs­dótt­ir skoraði tíu fyr­ir Stjörn­una.

ÍBV og Stjarn­an eru með 10 stig hvort og Grótta 8 en annað hvort ÍBV eða Stjarn­an kemst í úr­slita­keppn­ina, næst­neðsta liðið fer í um­spil og neðsta liðið fell­ur.

Valskonan Lovísa Thompson brýst í gegnum vörn Gróttu í leiknum …
Valskon­an Lovísa Thomp­son brýst í gegn­um vörn Gróttu í leikn­um í kvöld. mbl.is/Ó​ttar Geirs­son
mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert