Þýsku handknattleiksmennirnir Sebastian Heymann og Jannik Kohlbacher hafa báðir þurft að draga sig úr þýska HM-hópnum vegna meiðsla.
Báðir voru þeir í stórum hlutverkum þegar Þjóðverjar, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, höfnuðu í 2. sæti á Ólympíuleikunum í París í Frakklandi í sumar.
Þeir Tim Zechel, Magdeburg, og Lukas Stutzke, Hannover-Burgdorf, hafa verið kallaðir inn í landsliðshópinn í þeirra stað.
Heimsmeistaramótið í Króatíu, Danmörku og Noregi hefst þann 14. janúar og leika Þjóðverjar í A-riðli keppninnar ásamt Tékklandi, Póllandi og Sviss í Herning í Danmörku.