Danmörk átti ekki í miklum vandræðum með að sigra Barein, 39:20, er þjóðirnar mættust í vináttulandsleik karla í handbolta í Danmörku í kvöld.
Aron Kristjánsson þjálfar lið Bareins. Liðin mættust einnig í gærkvöldi og þá unnu Danir líka örugglega, 33:17.
Leikurinn í kvöld var síðasti leikur beggja liða fyrir lokamót HM sem hefst eftir helgi. Barein er með Króatíu, Egyptalandi og Argentínu í riðli á HM og mætir Íslandi í milliriðli ef liðið fer áfram.
Danmörk er með Alsír, Túnis og Ítalíu í riðli.