Gríðarlegt áfall fyrir hann og okkur

Elvar Örn Jónsson ræðir við mbl.is í dag.
Elvar Örn Jónsson ræðir við mbl.is í dag. mbl.is/Eyþór Árnason

Arnar Freyr Arnarsson, landsliðsmaður í handbolta, verður ekki með Íslandi á HM vegna meiðsla sem hann varð fyrir í vináttuleik gegn Svíþjóð síðastliðinn fimmtudag. Elvar Örn Jónsson er samherji Arnars hjá Melsungen í Þýskalandi.

„Þetta var gríðarlegt áfall fyrir hann og okkur sem lið. Hann var búinn að spila frábærlega og vera góður á æfingum. Hann var kominn með nokkur mörk þegar hann meiddist.

Línuspilið gekk vel í leiknum og hann var að fá sitt tækifæri til að spila sókn. Það var mjög svekkjandi fyrir hann að þetta gerðist,“ sagði Selfyssingurinn og hélt áfram:

„Því miður eru meiðsli hluti af leiknum. Það er alltaf leiðinlegt þegar við missum leikmenn. Við vissum fyrir mót að Ómar yrði ekki með, sem er erfitt því hann er heimsklassa leikmaður. Við erum með aðra leikmenn sem þurfa að stíga upp í staðinn,“ sagði Elvar.

Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson ræða saman á …
Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson ræða saman á landsliðsæfingu. mbl.is/Karítas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert