Danmörk og Austurríki í milliriðla

Mathias Gidsel skoraði níu mörk fyrir heimsmeistarana.
Mathias Gidsel skoraði níu mörk fyrir heimsmeistarana. AFP/Bo Amstrup

Heimsmeistarar Danmerkur og Austurríki tryggðu sér í kvöld sæti í milliriðlum með sigrum í undanriðlakeppninni á HM 2025 í handbolta karla í kvöld. Danmörk fer í milliriðil 1 og Austurríki í milliriðil 2.

Danmörk mætti Túnis í B-riðli í Herning og vann auðveldan sigur, 32:21, og er með fjögur stig eftir tvo leiki. Mathias Gidsel fór á kostum og skoraði níu mörk fyrir Danmörku.

Anouar Ben Abdallah skoraði fimm mörk fyrir Túnis.

Austurríki mætti Katar í C-riðli í Porec í Króatíu og vann góðan sigur, 28:26, eftir hörkuleik og er einnig með fjögur stig eftir tvo leiki.

Sebastian Frimmel skoraði níu mörk fyrir Austurríki.

Frankis Marzo var hins vegar markahæstur í leiknum með 11 mörk fyrir Katar.

Stórsigur Svía

Svíþjóð hóf keppni í F-riðlinum í Bærum í Noregi með því að vinna mjög öruggan sigur á Japan, 39:21.

Sebastian Karlsson skoraði átta mörk fyrir Svíþjóð og Albin Lagergren var skammt undan með sjö.

Markahæstir hjá Japan voru Seito Yano og Tatsuki Yoshino með fjögur mörk hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert