Heimsmeistarar Danmerkur og Austurríki tryggðu sér í kvöld sæti í milliriðlum með sigrum í undanriðlakeppninni á HM 2025 í handbolta karla í kvöld. Danmörk fer í milliriðil 1 og Austurríki í milliriðil 2.
Danmörk mætti Túnis í B-riðli í Herning og vann auðveldan sigur, 32:21, og er með fjögur stig eftir tvo leiki. Mathias Gidsel fór á kostum og skoraði níu mörk fyrir Danmörku.
Anouar Ben Abdallah skoraði fimm mörk fyrir Túnis.
Austurríki mætti Katar í C-riðli í Porec í Króatíu og vann góðan sigur, 28:26, eftir hörkuleik og er einnig með fjögur stig eftir tvo leiki.
Sebastian Frimmel skoraði níu mörk fyrir Austurríki.
Frankis Marzo var hins vegar markahæstur í leiknum með 11 mörk fyrir Katar.
Svíþjóð hóf keppni í F-riðlinum í Bærum í Noregi með því að vinna mjög öruggan sigur á Japan, 39:21.
Sebastian Karlsson skoraði átta mörk fyrir Svíþjóð og Albin Lagergren var skammt undan með sjö.
Markahæstir hjá Japan voru Seito Yano og Tatsuki Yoshino með fjögur mörk hvor.