Ísland mætir Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik sínum á HM karla í handbolta í Zagreb í kvöld.
Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson hefur valið sautján manna hóp fyrir fyrstu leiki mótsins.
Allir í íslenska HM-hópnum fyrir utan Aron Pálmarsson eru í hópnum en Aron er að glíma við meiðsli. Einn af þessum sautján verður ekki á skýrslu í leiknum í kvöld.
Hægt er að bæta Aroni inn í hópinn hvenær sem er og auk þess er heimilt að skipta fimm sinnum um leikmann í hópnum.
Hópur Íslands:
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson
Viktor Gísli Hallgrímsson
Aðrir leikmenn:
Bjarki Már Elísson
Einar Þorsteinn Ólafsson
Elliði Snær Viðarsson
Elvar Örn Jónsson
Gísli Þorgeir Kristjánsson
Haukur Þrastarson
Janus Daði Smárason
Orri Freyr Þorkelsson
Óðinn Þór Ríkharðsson
Sigvaldi Björn Guðjónsson
Sveinn Jóhannsson
Teitur Örn Einarsson
Viggó Kristjánsson
Ýmir Örn Gíslason
Þorsteinn Leó Gunnarsson