Aron má spila á morgun

Aron Pálmarsson má spila gegn Kúbu á morgun.
Aron Pálmarsson má spila gegn Kúbu á morgun. mbl.is/Eyþór Árnason

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur skráð landsliðsfyrirliðann Aron Pálmarsson í leikmannahóp Íslands á heimsmeistaramótinu. 

Aron hefur verið frá keppni vegna meiðsla og lék ekkert gegn Svíþjóð í undirbúningi fyrir mótið og var ekki í hópnum gegn Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik í gærkvöldi. 

Hann hefur æft með liðinu síðustu daga og virðist hafa náð sér af meiðslunum. Aron má því vera í leikmannahópnum gegn Kúbu annað kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert