Björgvin Páll Gústavsson hefur leikið með ansi mörgum leikmönnum í íslenska landsliðinu í handbolta og nú er hann byrjaður að spila með sonum gamalla liðsfélaga.
Markvörðurinn reynslumikli er t.a.m. herbergisfélagi Einars Þorsteins Ólafssonar á HM en Björgvin lék með Ólafi Stefánssyni föður Einars í landsliðinu á sínum tíma.
„Ég hef spilað með afkvæmum flestra sem ég hef spilað með í landsliðinu,“ sagði Björgvin kíminn við mbl.is frá liðshóteli liðsins í Zagreb í Króatíu.
„Ég er herbergisfélagi Einars hans Ólafs Stefánssonar. Ég geri ekki ráð fyrir því að spila með syni Einars Þorsteins samt,“ bætti hann við og hló.