Hraustir og geta bombað á markið

Óðinn Þór í leiknum í kvöld.
Óðinn Þór í leiknum í kvöld. mbl.is/Eyþór Árnason

Ísland vann sannfærandi sigur á Kúbu, 40:19, á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld. Hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson mætti í viðtal til mbl.is eftir leik.

„Ég held að við höfum gert þetta faglega, góður sigur. Mér fannst vel gert að halda áfram að bæta í forskotið og halda einbeitingu,“ sagði Óðinn eftir leik í samtali við mbl.is

„Þeir eru hrikalega hraustir. Maður hefur alveg mætt svona liðum áður, þeir eru hraustir og geta bombað á markið,” sagði Óðinn um kúbverska liðið.

Það er mikil barátta um stöðuna í hægra horninu en Óðinn og Sigvaldi Björn Guðjónsson hafa skipt mínútunum á milli sín hingað til.

„Við erum saman í þessu og það er bara þannig. Við erum með tvo góða hornamenn í báðum hornunum og við erum í þessu saman.“

Næsti leikur Íslands er gegn Slóveníu á mánudaginn en leikurinn er úrslitaleikur um toppsæti riðilsins.

„Ég er hrikalega spenntur. Þetta verður mjög skemmtilegur leikur,“ sagði Óðinn aðspurður um leikinn á mánudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka