Kominn yfir tvo metra 16 ára

Þorsteinn Leó Gunnarsson fyrir utan hótelið í Zagreb.
Þorsteinn Leó Gunnarsson fyrir utan hótelið í Zagreb. mbl.is/Eyþór Árnason

Erna Sóley Gunnarsdóttir, sem varð fyrsta íslenska konan til að keppa í kúluvarpi á Ólympíuleikum er hún keppti í París síðasta sumar er eldri systir Þorsteins Leó Gunnarssonar, landsliðsmanns í handbolta.

„Það var mjög gaman að fylgjast með henni á Ólympíuleikunum. Eina sem vantaði var að við í handboltalandsliðinu kæmumst þangað líka. Það kemur næst. Hún stóð sig þrusuvel á þessum leikum,“ sagði hann.

Rétt eins og stóra systir er Þorsteinn hávaxinn en hann var orðinn rúmir tveir metrar á unglingsárum. Nú er hann 208 sentímetrar.

„Ég hef alltaf verið stór og stækkaði mjög jafnt og þétt fyrstu árin. Ég tók svo góðan kipp og var kominn yfir tvo metra þegar ég var 16 ára.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka