Sveinn Jóhannsson, línumaður íslenska landsliðsins í handbolta, varð fyrir því óláni í fyrsta leik Íslands á HM gegn Grænhöfðaeyjum að stafirnir aftan á treyjunni hans rifnuðu eftir baráttu og var ekki önnur treyja með nafni Sveins til taks.
Mátti hann því ekki koma inn á síðasta korterið í leiknum, en Sveinn kom inn í hópinn í staðinn fyrir Arnar Frey Arnarsson sem meiddist skömmu fyrir mót.
„Jú auðvitað var þetta drullusvekkjandi, mannleg mistök. Ég var mjög svekktur, leiðinleg mistök sem koma niður á mér, mínum spilatíma,“ sagði hann við mbl.is.