Aron Pálmarsson og Einar Þorsteinn Ólafsson eru báðir í leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í handknattleik sem mætir Slóveníu í lokaleik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í Zagreb í Króatíu í kvöld.
Aron, sem var ekki með í fyrsta leik mótsins, kom inn í hópinn fyrir leikinn gegn Kúbu á laugardaginn en Einar Þorsteinn hefur verið utan hóps í fyrstu tveimur leikjum mótsins.
Þeir Haukur Þrastarson og Sveinn Jóhannsson verða utan hóps í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19:30 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu á mbl.is.
Leikmannahópur Íslands:
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson
Viktor Gísli Hallgrímsson