Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er mætt í stúkuna í Arena Zagreb þar sem Ísland og Slóvenía mætast í stórleik á HM karla í handbolta klukkan 19.30.
Þorgerður hefur verið dugleg að mæta á stórmót í gegnum tíðina en sonur hennar Gísli Þorgeir Kristjánsson er í liðinu og eiginmaður hennar Kristján Arason keppti á mörgum stórmótum á sínum tíma.
Eyþór Árnason, ljósmyndari mbl.is og Morgunblaðsins, er í Zagreb og hann tók meðfylgjandi myndir af Þorgerði.