Egyptar með heimsklassa lið

Snorri Steinn Guðjónsson ræðir við mbl.is.
Snorri Steinn Guðjónsson ræðir við mbl.is. mbl.is/Eyþór

Ísland mætir Egyptalandi í fyrsta leik sínum í milliriðli HM karla í handbolta klukkan 19.30 í kvöld. Ísland fer langt með að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum með sigri en það verður þrautin þyngri.

„Þetta er dúndurlið og fleiri en ég sem segja að þetta sé heimsklassa lið. Þeir tapa í framlengingu í átta liða úrslitum gegn Spánverjum á Ólympíuleikunum. Þeir eru búnir að vera við toppinn á HM undanfarin ár. Þetta er mjög gott lið þótt það vanti leikmenn hjá þeim.

Þeir eru með spænskan þjálfara sem spilar spænskt. Þeir eru gríðarlega líkamlega sterkir og þeir eru þyngri en við. Það er kúnst að glíma við það. Þeir eru svo með línumenn sem við þurfum að stöðva. Þetta verður öðruvísi leikur en við erum klárir,“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert