Risasigur Króata í riðli Íslands

Dagur Sigurðsson gat verið sáttur við sína menn í kvöld.
Dagur Sigurðsson gat verið sáttur við sína menn í kvöld. mbl.is/Eyþór Árnason

Króatar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, unnu yfirburðasigur á Grænhöfðaeyjum í milliriðli fjögur á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í Zagreb í kvöld, 44:24.

Staðan var 24:11 í hálfleik eftir mikla rispu Króatanna á lokakafla fyrri hálfleiks þar sem þeir gerðu gjörsamlega út um leikinn með því að skora tólf mörk gegn þremur. Eftir það var seinni hálfleikurinn bara formsatriði.

Króatar eru komnir með 4 stig eins og Ísland, Egyptaland og Slóvenía en leikur Íslands og Egyptalands, seinni leikurinn í þessari umferð, hefst klukkan 19.30. Grænhöfðaeyjar og Argentína eru án stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert