Versta markvarsla í sögu Svía?

Andreas Palicka í sænska markinu sigraður í leiknum í kvöld.
Andreas Palicka í sænska markinu sigraður í leiknum í kvöld. AFP/Beate Oma Dahle

Sænskir handboltamarkverðir hafa löngum verið í lykilhlutverkum í landsliðum Svía og margoft unnið leiki fyrir þá á stórmótum í íþróttinni.

Sænski íþróttafréttamaðurinn Johan Flinck telur að markvarsla Svíanna í leiknum gegn Portúgal í Bærum í Noregi fyrr í kvöld eigi sér vart fordæmi en sú viðureign endaði 37:37.

„Ég minnist þess ekki á þeim 20 árum sem ég hef fjallað um þetta landslið að það hafi verið með 12 prósent markvörslu (5 varin skot) í svona mikilvægum mótsleik," skrifaði Flinck á samskiptamiðilinn X eftir leikinn í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert