Sænskir handboltamarkverðir hafa löngum verið í lykilhlutverkum í landsliðum Svía og margoft unnið leiki fyrir þá á stórmótum í íþróttinni.
Sænski íþróttafréttamaðurinn Johan Flinck telur að markvarsla Svíanna í leiknum gegn Portúgal í Bærum í Noregi fyrr í kvöld eigi sér vart fordæmi en sú viðureign endaði 37:37.
„Ég minnist þess ekki á þeim 20 árum sem ég hef fjallað um þetta landslið að það hafi verið með 12 prósent markvörslu (5 varin skot) í svona mikilvægum mótsleik," skrifaði Flinck á samskiptamiðilinn X eftir leikinn í kvöld.
Kan inte påminna mig om att Sverige under mina drygt 20 år med detta landslag haft 12 i räddningsprocent (5 räddningar) i en så här viktig mästerskapsmatch.
— Johan Flinck (@JohanFlinck) January 22, 2025
Någon som vet någon match?