Viggó endaði á áfangamarki

Viggó Kristjánsson skýtur að marki Egypta í leiknum í kvöld.
Viggó Kristjánsson skýtur að marki Egypta í leiknum í kvöld. mbl.is/Eyþór

Viggó Kristjánsson er markahæsti leikmaður íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik til þessa eftir að hafa skorað níu mörk í sigrinum á Egyptum í Zagreb í kvöld, 27:24.

Níunda markið skoraði Viggó á 45. mínútu leiksins þegar hann kom Íslandi í 21:17. Það var hans 200. mark fyrir íslenska landsliðið, í 65 landsleikjum.

Viggó er fjórði af núverandi landsliðsmönnum Íslands til að skora 200 mörk. Aron Pálmarsson gerði átta mörk í kvöld og er kominn með 690 mörk í 179 landsleikjum, Bjarki Már Elísson skoraði ekki en er með 411 mörk í 124 leikjum og Sigvaldi Björn Guðjónsson skorðai eitt mark og er kominn með 222 mörk í 82 landsleikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert