Þeir Andri Fannar Elíasson, Birkir Snær Steinsson og Össur Haraldsson hafa framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Hauka.
Þeir hafa allir verið í stórum hlutverkum hjá liðinu á tímabilinu en Össur er næstmarkahæsti leikmaður Hafnfirðinga í úrvalsdeildinni með 56 mörk í 14 leikjum. Þá hefur Birkir Snær skorað 49 mörk í deildinni og Andri Fannar hefur skorað 42 mörk.
Haukar eru í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar með 18 stig eftir fjórtán umferðir, fjórum stigum minna en topplið FH.