Stuðningsmenn íslenska landsliðsins í handbolta fögnuðu vel og innilega eftir að Ísland sigraði Egyptaland á HM karla í gærkvöldi.
Eftir leik var lagið Ferðalok sungið í höllinni í Zagreb, eins og hefð er fyrir eftir sigurleiki.
Eyþór Árnason, ljósmyndari mbl.is og Morgunblaðsins, tók meðfylgjandi myndskeið af söng íslensku stuðningsmannanna eftir leik.