Svona fögnuðu strákarnir okkar sigrinum (myndskeið)

Leikmenn Íslands fagna glæsilegum sigri á Egyptalandi í gærkvöldi.
Leikmenn Íslands fagna glæsilegum sigri á Egyptalandi í gærkvöldi. mbl.is/Eyþór

Óhætt er að segja að ánægja hafi ríkt á meðal leikmanna íslenska landsliðsins eftir glæsilegan sigur á Egyptalandi, 27:24, í milliriðli 4 á HM 2025 í handbolta karla í Zagreb í gærkvöldi.

Leikmenn fögnuðu að hætti hússins í búningsklefanum eftir leik og sungu hástöfum „Ísland á HM“ í takt við slagarann sígilda Freed From Desire sem söngkonan Gala sló í gegn með árið 1997.

Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, birti myndskeið af fagnaðarlátunum í búningsklefanum sem má sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert