William Otto År var markahæstur hjá Norðmönnum þegar liðið vann stórsigur gegn Síle í milliriðli þrjú á heimsmeistaramótinu í handbolta í Bærum í Noregi í kvöld.
Leiknum lauk með sautján marka sigri Noregs, 39:22, en År skoraði sex í leiknum fyrir norska liðið.
Þrátt fyrir sigurinn eiga Norðmenn enga möguleika á sæti í átta liða úrslitum keppninnar þar sem Portúgal og Brasilía fara áfram í milliriðli þrjú.
Norðmenn voru sterkari allan leikinn og leiddu með sex mörkum í hálfleik en Erwin Feuchtmann var markahæstur hjá Síle með sex mörk.