Uppselt er á leik Króatíu og Íslands sem fer fram í annarri umferð milliriðils 4 á HM í handbolta karla í Arena Zagreb í Króatíu í kvöld.
Höllin í Zagreb tekur 15.200 áhorfendur í sæti og því má eiga von á gífurlegri stemningu í mikilvægum leik fyrir bæði lið.
Króatía þarf á sigri á að halda til þess að halda vonum sínum um að komast í átta liða úrslit á lífi og Ísland tryggir sig í þau með sigri.
Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður vitanlega í beinni textalýsingu hér á mbl.is.