Sigvaldi Björn Guðjónsson og Sveinn Jóhannsson deila herbergi á HM í handbolta í Zagreb. Sigvaldi er venjulega með Arnari Frey Arnarssyni í herbergi á stórmótum en Arnar meiddist rétt fyrir mót og Sveinn kom inn í hópinn í staðinn.
„Sveinn er herbergisfélaginn. Arnar datt út og við höfum verið herbergisfélagar síðustu fjögur ár. Það var mjög leiðinlegt að missa Arnar en Svenni kemur inn í staðinn og við þekkjumst vel frá Kolstad.
Hann er mjög rólegur, skipulagður og góður herbergisfélagi,“ sagði Sigvaldi við mbl.is.