Falleg stund þrátt fyrir vonbrigðin

Viggó gefur stuðningsmanninum unga skóna sína.
Viggó gefur stuðningsmanninum unga skóna sína. mbl.is/Eyþór

Ísland er úr leik á heimsmeistaramóti karla í handbolta eftir að Króatía og Egyptaland unnu leiki sína, fóru í átta liða úrslit og skildu Ísland eftir í leiðinni.

Leikmenn voru almennt vonlitlir fyrir kvöldið og koma úrslitin ekki á óvart. Er um vonbrigði fyrir íslenska liðið að ræða eftir fimm sigra í sex leikjum á mótinu.

Þrátt fyrir vonbrigðin gladdi Viggó Kristjánsson ungan stuðningsmann Íslands eftir sigurinn á Argentínu fyrr í dag og gaf honum skóna sína.

Eyþór Árnason, ljósmyndari mbl.is og Morgunblaðsins, náði myndum af atvikinu sem fylgja fréttinni.

mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert