Haukar á toppinn

úr viðureign Hauka og Hamars á Ásvöllum í kvöld.
úr viðureign Hauka og Hamars á Ásvöllum í kvöld. mbl.is/Ómar

Haukar eru á toppi Iceland Express deildar kvenna í körfuknattleik eftir að hafa unnið Hamar, 76:73 að Ásvöllum í kvöld í æsispennandi leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. Haukar gerðu síðustu sex stigin í leiknum með þriggja stiga körfum og Slavica um leið og flautan gall.

 Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

59:65 Hamar hefur leikið mjög vel í þriðja leikhluta og með fína forystu fyrir síðasta leikhluta sem er að hefjast. Slavica með 30 stig hjá Haukum og Barkus 20 hjá Hamri.

48:52 Hamar yfir á ný og baráttan heldur áfram, þriðji leikhluti að verða hálfnaður.

44:42 Kominn hálfleikur og allt í járnum eftir frækilega baráttu Hamars í öðrum leikhluta, sem Hvergerðingar unnu 27:16. Stigahæst hjá Haukum er Slavica með 19 stig, hefur ekki hitt jafn vel í öðrum leikhluta og hún gerði í fyrsta. Hjá Hamri er La Kiste Barkus með 10 stig.

39:31 Hamar gefst ekki upp og barátta þeirra er aðdáunarverð. 3.28 eftir af leikhlutanum og Haukar taka leikhlé.

28:15 Haukar mun sterkari og Slavica var með 14 stig í fyrsta leikhluta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert