Basile á Krókinn

Dedrick Basile í úrslitaeinvígi Grindavíkur og Vals í vetur.
Dedrick Basile í úrslitaeinvígi Grindavíkur og Vals í vetur. mbl.is/Óttar Geirsson

Karlalið Tindastóls í körfubolta hefur tilkynnt um komu Bandaríkjamannsins Dedrick Basile. Basile var lykilmaður í liði Grindavíkur sem tapaði fyrir Val í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

Basile er þrítugur leikstjórnandi og hefur leikið á Íslandi undanfarin fjögur ár. Upphaflega með Þór Akureyri en þaðan fór hann til Njarðvíkur þar sem hann lék í tvö tímabil. Síðasta sumar skipti hann til Grindavíkur þar sem hann átti stórgott tímabil og skilaði 22 stigum að meðaltali í leik, gaf 4,8 stoðsendingar og tók 7,2 fráköst.

Titilvörn Tindastóls var skelfileg en Grindavík sópaði Stólunum úr átta liða úrslitum í vor, 3:0. Benedikt Guðmundsson var ráðinn þjálfari liðsins á dögunum og unnið er að því að styrkja leikmannahópinn.

Dedrick Basile er mættur á Sauðárkrók.
Dedrick Basile er mættur á Sauðárkrók. Ljósmynd/Tindastóll
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert