Nýliðarnir sækja framherja

Teresa Da Silva.
Teresa Da Silva. Ljósmynd/Tarleton State University

Nýliðar Hamars/Þórs í úrvalsdeild kvenna í körfubolta hafa samið við breska framherjann Teresu Da Silva fyrir komandi keppnistímabil.

Samkvæmt karfan.is kemur Da Silva úr bandaríska háskólanum Tarleton State University og er hún 23 ára gömul og 173 sentímetrar á hæð. Da Silva er með portúgalskt vegabréf.

Da Silva er annar leikmaðurinn sem Hamar/Þór semur við á skömmum tíma en Abby Beeman var tilkynnt sem leikmaður liðsins á mánudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert