Þriðji sigur Íslands á NM í röð

Tómas Valur Þrastarson var stigahæstur í íslenska liðinu í kvöld.
Tómas Valur Þrastarson var stigahæstur í íslenska liðinu í kvöld. Ljósmynd/FIBA

Íslensku strákarnir í U20 ára landsliðinu í körfubolta vann þriðja leikinn í röð á Norðurlandamótinu í Svíþjóð í dag.

Ísland mætti Danmörku og vann leikinn með níu stigum, 81:90, og liðið er með sex stig eftir þrjá leiki.

Þeir unnu Eista og Svía í fyrstu leikjunum og mæta næst Finnlandi á morgun í lokaleiknum.

Leikurinn var hnífjafn en Ísland var einu stigi yfir í hálfleik, 38:39.

Tómas Valur Þrastarson var stigahæstur í Íslenska liðinu með 27 stig en þar á eftir var Almar Orri Atlason með 23 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert