Fimm stiga tap í fyrsta leiknum

Kolbrún María Ármannsdóttir skoraði 21 stig í dag.
Kolbrún María Ármannsdóttir skoraði 21 stig í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Stúlknalandslið Íslands í körfuknattleik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, tapaði naumlega fyrir Eistlandi, 79:74, í fyrsta leik sínum á  Norðurlandamótinu sem hófst í Södertälje í Svíþjóð í dag.

Staðan í hállfleik var 46:34 fyrir Eistland sem náði um tíma 20  stiga forystu. Íslenska liðið minnkaði muninn í tvö stig, 67:65, í fjórða leikhluta og aftur í 71:69, og vantaði herslumuninn á lokakafla leiksins.

Kolbrún María Ármannsdóttir var stigahæst í dag með 21 stig en hún tók auk þess sjö fráköst. Elísabet Ólafsdóttir skoraði 12 stig og Anna María Magnúsdóttir 10.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert