Skrifaði undir stærsta samning í sögu NBA

Jayson Tatum fagnar eftir að hafa skorað körfu á móti …
Jayson Tatum fagnar eftir að hafa skorað körfu á móti Dallas Mavericks í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í síðasta mánuði. AFP/Elsa

Jayson Tatum, stjarna NBA-meistara Boston Celtics í körfubolta, skrifaði í gær undir nýjan fimm ára samning sem færir honum fúlgur fjár í laun.

Samningurinn mun veita Tatum 315 milljónir bandaríkjadala, sem jafngildir 44 milljörðum íslenskra króna, í laun.

Er það stærsti einstaki samningur sem leikmaður hefur skrifað undir í sögu NBA-deildarinnar.

Tatum er 26 ára gamall kraftframherji sem var með 27 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir Boston á síðasta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert