Höttur fær öflugan Dana

Höttur fær góðan liðstyrk frá Danmörku.
Höttur fær góðan liðstyrk frá Danmörku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfuknattleiksdeild Hattar hefur samið við danska bakvörðinn Adam Heede-Andersen um að leika með liðinu á næsta tímabili.

Heede-Andersen, sem fagnar 28 ára afmæli sínu á morgun, kemur frá Værløse Blue Hawks í heimalandinu, þar sem hann hefur leikið undanfarin fimm tímabil.

Á síðasta tímabili var Heede-Andersen með 14,5 stig, 4,8 fráköst og 6,5 stoðsendingar að meðaltali í leik í dönsku úrvalsdeildinni.

Hann hefur verið hluti af danska landsliðshópnum en á þó enn eftir að leika sinn fyrsta A-landsleik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert