Naumt tap í fyrsta leik Íslands á NM

U16 ára landslið Íslands í körfubolta.
U16 ára landslið Íslands í körfubolta. Ljósmynd/KKÍ

Undir 16 ára lið drengja í körfubolta tapaði fyrsta leik þeirra á NM í Kisakallio í Finnlandi gegn Noregi 80:71.

Íslensku strákarnir byrjuðu vel og voru yfir í fyrsta leikhluta sem endaði 27:20 fyrir Íslandi. Noregur kom til baka í seinni hluta og leiddi með einu 30:29 eftir hann og voru líka yfir í hálfleik, staðan þá 46:43.

Norðmenn héldu forskotinu allan þriðja leikhluta en íslensku strákarnir voru rétt á eftir þeim og staðan 62:58 eftir þriðja leikhluta. Íslensku strákarnir reyndu eins og þeir gátu en Norðmenn héldu út og unnu að lokum 80:71.

Atkvæðamestur íslenska liðsins var Jakob Leifsson með 15 stig, 3 stolna bolta og 3 stoðsendingar. Sturla Böðvarsson var þar á eftir með 9 stig, 10 frákös og 2 stolna bolta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert