Stjörnur berjast um sæti á ÓL

Luka Doncic og Giannis Antetokounmpo.
Luka Doncic og Giannis Antetokounmpo. AFP/Sam Hodde

Slóven­inn Luka Doncic og Grikkinn Giannis Antetokounmpo tveir bestu leikmenn NBA-körfuboltadeildarinnar mætast í undanúrslitaleik um mögulegt sæti á Ólympíuleikunum.

Liðin mætast á morgun í Piraeus á Grikklandi klukkan 14:30 í forkeppni Ólympíuleikanna og sigurvegarinn kemst í úrslitaviðureignina sem verður gegn Króatíu eða Dóminíska lýðveldinu.

Doncic skoraði 36 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í leik Slóveníu gegn Nýja Sjálandi í gær sem Slóvenía vann 104:78. Giannis spilaði ekki þegar Grikkland vann Egyptaland 93:71.

Keppt verður í fjórum löndum á morgun, í Valencia á Spáni, í Piraeus á Grikklandi, í Riga í Lettlandi og San Juan í Púertó Ríkó.

Tveir leikir eru í hverju landi og sigurvegarar leikjanna mætast svo í úrslitaleik um sæti á Ólympíuleikunum.

Finnland - Spánn og Bahamaeyjar - Líbanon

Slóvenía -Grikkland og Króatía - Dóminíska lýðveldið

 Brasilía - Filippseyjar og Kamerún - Lettland

Litháen - Ítalía og Púertó Ríkó - Mexíkó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert