Þrífur bíla til að eiga fyrir landsliðsverkefni

Ágúst í leik með undir 18 ára landsliðinu árið 2022.
Ágúst í leik með undir 18 ára landsliðinu árið 2022. Ljósmynd/FIBA

Körfuknattleiksmaðurinn Ágúst Goði Kjartansson þrífur bíla á sunnudaginn til að eiga fyrir landsliðsverkefni með U20 ára liði Íslands. 

Kostnaður við landsliðsverkefni ungs afreksfólks á Íslandi hefur verið mikið til umræðu undanfarna mánuði. 

Foreldrar þurfa yfirleitt að eyða mörg hundruð þúsundum í verkefnin og fá þau lítinn stuðning frá Íþróttasambandi Íslands. 

Tekur málin í eigin hendur 

Ágúst Goði birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann auglýsti bílaþrif gegn gjaldi. Það er til að safna fyrir ferðinni. Landsliðsverkefni U20 fer fram í Póllandi um miðjan júlí. 

Ágúst mun þrífa bíla á milli klukkan 16 og 18 á sunnudaginn kemur. Þrifin kosta 25 þúsund krónur og mun hann þrífa þá innan sem utan. 

Á meðan munu pabbi og mamma bjóða upp á kaffi og kleinur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert