Yfirburðasigur Íslands

Kristófer Björgvinsson skoraði 13 stig í dag.
Kristófer Björgvinsson skoraði 13 stig í dag. Ljósmynd/FIBA

Íslenska drengjalandsliðið í körfubolta sigraði Eistland, 74:55, á Evrópumóti U18 í öðrum leik liðsins í B-deild Evrópumótsins í körfubolta í Skopje í Norður-Makedóníu í dag.

Ísland byrjaði leikinn mjög vel og var 13 stigum yfir, 21:8, eftir fyrsta leikhluta og var áfram með yfirburði  í öðrum leikhluta og var 20 stigum yfir í hálfleik, 39:19.

Eistlendingar komu sterkir til baka í þriðja leikhluta og skoruðu 24 stig en Ísland 19 þrátt fyrir flotta endurkomu var Ísland ennþá yfir og vann sannfærandi 74:55-sigur.

Stigahæstir í íslenska liðinu voru Lúkas Stefánsson og Kristófer Björgvinsson báðir með 13 stig en þar á eftir var Lars Bragason með 12 stig.

Strákarnir töpuðu fyrir Sviss, 87:63, í fyrstu umferðinni í gær og mæta Pólverjum á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert