Má ekki kalla mig pabba

LeBron James átti stóran þátt í að Bandaríkin urðu ólympíumeistarar.
LeBron James átti stóran þátt í að Bandaríkin urðu ólympíumeistarar. Kristinn Magnússon

Feðgarnir LeBron og Bronny James verða liðsfélagar hjá Los Angeles Lakers á komandi tímabili í NBA-deildinni.

James eldri ræddi m.a. um komandi samstarf sitt og Bronny í sjónvarpsþætti sínum sem birtist á samfélagsmiðlinum X.

„Það er ekki í boði að vera kallaður pabbi á vellinum. Hann getur kallað mig 23, Bron eða geitina,“ sagði LeBron í þættinum.

LeBron er númer 23 og geitin er vísun í skammstöfunina GOAT, sem stendur fyrir greatest of all time, eða sá besti frá upphafi.

Ljóst er að LeBron hafði mikið að segja um val Lakers á syninum, en Bronny átti ekki sérlega góðan háskólaferil samanborið við aðra sem voru valdir í nýliðavalinu. Þeir geta orðið fyrstu feðgarnir sem spila saman í NBA-deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert