Fannst hann vera að missa af öllu á Íslandi

„Ég náði aldrei að setja mitt mark á deildinni fyrr en ég kem heim úr háskólaboltanum,“ sagði körfuknattleiksmaðurinn Kristófer Acox í Dagmálum.

Kristófer, sem er þrítugur, varð Íslandsmeistari með Val á dögunum eftir sigur gegn Grindavík í oddaleik í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins.

Fékk mikla heimþrá

Kristófer var í mennta- og háskóla í Bandaríkjunum þar sem hann lék með háskólaliði Furman en hann snéri alfarið heim til Íslands, eftir dvölina í Bandaríkjunum, árið 2017.

„Ég fer út árið 2013 og tímabilið 2013-14 verður KR meistari og þá byrjar þessi sigurganga liðsins,“ sagði Kristófer.

„Á sama tíma var öll umfjöllun orðin miklu meiri og ég man að ég fékk ótrúlega mikla heimþrá, þegar ég var úti, því mér fannst ég vera að missa af öllu.

Ég var mikið að pæla í því að koma heim eftir annað árið mitt úti, og ég var að hóta því að koma heim að spila, en ég er mjög þakklátur fyrir að hafa ekki gert það því ég fékk þá þjálfun sem ég þurfti í Bandaríkjunum,“ sagði Kristófer meðal annars.

Viðtalið við Kristófer í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Kristófer Acox.
Kristófer Acox. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert